23.5.2008 | 07:01
Vá...æði!
Góðar fréttir á mbl.is í dag, enn og aftur eru Íslendingar búnir að vinna fyrirfram júróvision. Get ekki annað en samglaðst keppendunum...svona fyrirfram til hamingju!
Jibbí, Remí kemur heim í kvöld með vonandi góða og skemmtilega ferðasögu.
Í tilefni júróvisjón fyrirfram og heimkomunnar ætla ég að skella mér í klippingu.
þetta verður góður dagur!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gott að að heyra að þú fylgist með landanum í júróvísón,, það er meir en ég geri,,
Það verður gaman að heyra ferðasögu Remí,, heyri að það er erfiðara fyrir foreldra en börnin þegar þau fara að heiman í fyrsta sinn,, Hafið góða helgi Björg mín,, knús í hús.. Guðný frænka
Guðny Aradottir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 08:42
Þú ert sannur íslendingur systir góð, fylgi með juróvision en það er meira enn margur landinn gerir. Þetta er að verða svo langdregið að ég nenni ekki að fyljast með þessu en fyrst að okkar fólk komst áfram ætla ég að fylgjast með úrslitakvöldinu.
Þú þarft að fara að finna þér áhugamál svo þú getir notið rólegheitanna. Bestur kveðjur frá öllum Dagbjört
Dagbjört (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 17:39
Það fór eins og vanalega með niðustöðu Íslands út úr stigagjöfinni í uróvision, annars var þetta heldur skárra en ég bjóst við hvað Ísland varðar, þó svo að fluttningur lagsins hafi verið mjög góður þá höfðaði lagið aldrei til mín, en það gerði franska lagið og var ég alveg hissa á að það skyldi ekki hljóta fleiri stig.
Ég segi eins og Dagbjört fynndu þér áhugamál, annars getur farið fyrir þér eins og amerískum húsmæðrum, fallið í þunglindi þegar ungarnir eru flognir úr hreiðrinu.
Bestu kveðjur Magnús.
Magnús (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 09:59
Nei, ætli maður reyni ekki að varast þunglyndinu, taki bara frekar upp útsauminn og prjónana.
ég horfði á allt júró fyrsta skipti i mörg árm fjölskyldunni til mikilla ama þótt að jean Paul Gaulthier hafi verið að kommenta pínupilsinn. Og ég sem var var búin að fagna fyrirfram...
Björg Sigurðardóttir, 27.5.2008 kl. 06:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.