Sunnudagur til sælu

Úff, það er langt síðan að það hefur verið gott veður á sunnudegi hér í Montpellier og höfum við haft langan, blautan og frekar kaldan vetur. Já, já ég veit ég á ekki að vera að kvarta en það er nú bara svona. Þannig að í dag fórum við á ströndina til að njóta blíðunnar, þrátt fyrir vindinm þá fannst okkur þetta fínt og set ég inn nokkrar myndir til að sýna ykkur. Reyndar sést á einhverjum að ég er blaut á rassinum, ég pissaði ekkert á mig heldur sast á rakan sandinn.

Hér eru möndlutréin farin að blómstra sínum smáu fallegu bleikhvítum blómum og fylla loftið léttum vorilmi. Páskaliljurnar mínar eru búnar í ár og blessaðir túlípanarnir eru svo ræfilslegir að þeir blómstra örugglega ekkert.

Helstu fréttir eru að Remí meiddi sig um síðustu helgi og sko ekki á íþróttaæfingu heldur rétt áður en hún byrjaði. Snéri upp á stórutánna og tognaði. Allur fóturinn bólgnaði upp og blánaði, bólgan er farin en marið ekki enn, er þó örlítið farið að grænka. Hann átti erfitt með gang því hann gat ekki stigið í fótinn fyrstu dagana, svo hann fékk hæli hjá ömmu sem vorkenndi honum mikið og hjúkraði og lét vel að honum fyrri hluta vikunnar.

Svo í apríl er hann að fara á siglinganámskeið með bekknum sínum, við erum þó ekkert yfir okkur hrifin, sko við foreldrarnir. Kennarinn hans Remís er rosa hrifin af seglskútum og vill endilega fara með þau á siglinganámskeið sem tekur einhverja 3-4 daga, þau fara með nesti og rútu til palavas og koma náttúrulega heim á hverju kvöldi. Þetta er bara dáldið dýrt og forledrarnir voru bara ekkert spurðir áður en hún ákvað þetta og sendir bréf um að það kosti 80 evrur eða 12 þús kall á núvirði. Skólin tekur þátt í skólaferðum fyrir annan og svo 5 bekk og þá er farið í vikuferðir en þar sem frúin kennir bara þriðja bekk kemst hún aldrei í svona ferðir svo hún skipuleggur þær sjálf og foreldrarnir borga.

Svo eigum við að staðfesta að barnið okkar geti synt 25 metra í djúpu vatni! en sundkennslan hér í Frakklandi er svo rosalega mikil að þau fá 10 kennslustundir í 1 bekk (1 sinni í viku) og svo aðrar 10 í öðrum bekk og svo ekki söguna meir fyrr en þau eru orðin tólf ára. Það er náttúrulega ekki sundlaug í Grabels svo þau fara í rútu í sund og stundum ruglast rútubílstjórinn á skóla svo oftast fá krakkarnir ekki nema 7-8 kennslustundir.

Jæja, eins og þið heyrið erum við ekkert rosalega ánægð með kennarann hans Remí. Allir kennarar í þessum skóla senda umsókn og einkunnir með börnum heim á 6 vikna fresti í þar til gerðu einkunnahefti. Hún nennir ekki svoleiðis standi heldur sendir krakkana heim með möppu með prófunum sem hún hefur leiðrétt án allrar umsagnar. Kennslustundum var fækkað í ár, fá því krakkarir tveggja vikna frí á sex vikna fresti og mæta ekki í skólann á laugardagsmorgnum, í staðinn eiga kennarar að skipulegga stuðningskennslu, bæði reglulega tíma fyrir þá sem þurfa á því að halda og svo aukatíma fyrir þá sem hafa ekki skilið einhverja ákveðna kannslustund. Remí kom með miða heim um að hann þyrfti á aukatíma að halda í einhverri vikunnim ekki tiltekinn dagur, en hann hefur aldrei fengið þennan aukatíma.

Jæja, en það er farið að vora hér í krísulandi, þótt við höfum ekki hrapað eins hratt og Ísland í krísunni, þá er hún hérna samt og spárnar verða svartari og svartari. Maður krossar fingur fyrir vinnunni sinni og reynir að drýgja tekjurnar eins og maður getur.   

Við fengum þær brjálæðisgóðu fréttir frá CAF sem er stofnun sem sér um að greiða barna- og leigubætur að við skulduðum þeim meira en 4 þús evrur fyrir ofgreiddar húsaleigubætur á tímabilinu 1 júlí 2007 - 31 des 2008, raun og veru nær allar þær bætur sem við höfum fengið. Reyndar heldur stofnunin áfram að greiða okkur sömu upphæð ( þrátt fyrir að staða okkar hafi ekkert breyst) og hún hefur alltaf gert mínus 66 evrur á mánuði í afborganir á skuldinni (það þýðir að við séum að borga til baka það sem við skuldum næstu 62 mánuðina) þannig að við erum enn í plús.  Við skyljum ekkert í þessum furðulega reikningi og William fór og hitti ráðgjafa hjá stofnunni sem skildi þetta ekki sjálfur og sagði okkur að skrifa bréf og barma okkur og þá þyrftum örugglega ekki að borga þetta til baka.

 Skrýtið sýstemið það !

DSC09919DSC09921DSC09926DSC09928DSC09933DSC09939DSC09944DSC09940DSC09947

 


Myndband af sýningunni í Sete

Hér er vídeóið af sýningunni í Sete. 

Remí er sá minnst af þeim hvítklæddu og frændi hans, Gael, er tólf ára og er svartklæddur og koma þeir fram saman einu sinni. Mamma hans Gaels gerði klippuna. 

 


Haidong Gumdo og fleira

Ég set hérna inn nokkrar myndir ef einhver vill kíkja á.

Annars er hér allt í rólegheitunum miðað við lætin á Íslandi.Nóg að gera í vinnunni og er ég bara orðin hundleið á því og þessum bossum mínum alla vega í bili. Þau fara brðum í frí og veraða í burtu í tvær vikur. Manni er farið að hlakka til.

Remí tók þátt í smá demó með Haidong Gumdo félögum sínumm og var brunað í gærkvöldi til borgarinnar Sete sem er hér í 100 km fjarlægð til að vera viðstaddur. Það gekk bara vel hjá hjá honum þrátt fyrir stressið.Hér er líka nokkrar myndir af Remí í Haidong Gumdo sem er koresk bardaga íþrótt þar sem notast er við sverð.  Þetta eru myndir af æfingu en kanski fáum við síðar Video af sýningunni sem ég get sett inn. 

Annars eru allir við hestaheilsu og allir sýsla við sitt.Bið að heilsa

DSC09217DSC09231DSC09449
DSC09266
DSC09340DSC09379

Ég óska ykkur öllum hamingju og friðar á nýju ári og þakka allt gamalt og gott

Hér var Gamlárskvöld svo rólegt í ár að við Lea sofnuðum fram í stofu fyrir miðnætti og það þótti strákunum okkar hálf lásí að þurfa að vekja okkur til óska okkur gleðilegs árs. Svo var erfitt að sofna aftur því að nágrannarir voru í meira stuði en við og stofu megin var soukið á fullu og herbergis megin titruðu veggirnir í takt við techno-tónlist.
En nú verður maður að drífa sig áfram því tengdó og Eddy koma hér í hádegismat og maður verður að hafa steikina til og engar refjar.

faðma og knúsa ykkur öll
Björg


Gleðileg jól elskurnar mínar!

Það eru 24 klst til jóla og jólastressið farið að naga mig. Þetta stress sem kemur alltaf upp rétt fyrir jólin og í hvert sinn spyr ég mig af hverju og til hvers. Þetta árið veit ég hvers vegna, samviskubitið er nefnilega að naga mig inn að beini, ég sendi nefnilega engin jólakort í ár og tók engar myndir af krökkunum til að senda sérstaklega með þeim. Jæja, en jólin koma nú samt. Svo langar mig líka ansi mikið heim til að hitta ykkur og njóta jólaljósanna með ykkur. 

Jæja, en það er búið að kaupa steikina og allt sem þarf fyrir aðfangadagskvöld. Það var gert í morgun í Carrefour og við rétt náðum heim áður en Remí fór að æla og spúa og er enn að. Ég ætla að vona að hann verði búin að ná sér fyrir annað kvöld, litla skinnið.

 Lea fór á skauta með vinkonunum og ég að strauja heilan haug af uppsöfnuðum þvotti. Skrapp svo til tengdó sem er hressari en aldrei fyrr en hún fór á heilsuhæli í september og það gerði henni rosalega gott. Nú fer sú gamla út að ganga í á hverjum einasta degi  til að halda sér við og svo eyðir hún eftimiðdeginum í bakstur, konfektgerð og annað dund. Síðastliðna vetur hefur hún meira og minna legið í rúminu með bronkítis ofan í bronkítis eða lungnabólgu, gleypandi fúkkalyf og stera og verið fram á sumar að ná sér eftir veturinn.

Við höldum aðfangadagskvöld hérna heima að íslenskum sið og svo förum við til tengdó á jóladag og höldum frönsk jól. Við fáum svo gesti á föstudags- eða laugardagskvöld, það verður líklegast leikjakvöld með smáréttarpásum.

Gleðileg jól

Björg 

 


Jólin jólin jólin koma brátt

Nú er þetta allt að koma. í gær var þrifið og þrifið og tekið til fyrir jólin en það var skilyrðið fyrir því að jólaskrautið yrði tekið fram. Svo trimmuðu krakkarnir jólatréið og julefrokosturinn var innbakaður lax með spínatrísótto.

Svo er bara eftir að fínisera jólamatseðilinn, en krakkarnir vilja andarbringu eins og í fyrra, já ætli það verði ekki eitthvað frekar einfallt svo allir geti borðað.Það hefur lítið farið fyrir jólaundirbúningi hjá mér því að ég ákvað að taka mér frí frá 19 - 29 des (ég hafði nú ekki hugsað um þessar dagsetningar fyrr en ég sé þær á prenti: fæðingar- og dánardagur pabba)og gerði bara eins og í gamladaga þegar maður var í prófum og geymdi allt þangað til að ég var komin í frí. Svo maður verður bara að taka á honum stóra sínum og æða í mannþrönginni í  búðir í dag, klára jólagjafakaupin og kaupa sér alla vega eitt stykki sokkabuxur svo maður fari nú ekki í jólaköttinn.

Í kvöld verð ég svo að standa við loforð minn og fara í Taekwondo með meisturunum mínum þremur, og verð að láta mig hafa það að gera mig að fífli. En Remí minn er svo yrir sig ánægður að fá mömmu sína með í Tae að ég bara

 get ekki annað en farið. Snillarnir mínir eru svo langt komnir í þessu sporti en á laugardaginn fékk Remí appelsínugula beltið og Lea og Wiliam það gula.

Læt fylgja nokkrar myndir

Sendi öllum jóla- jóla kveðjur

DSC09125[1]

 

 

DSC09198[1]
DSC09197[1]DSC08636[1]DSC09200[1]

Gleðilega aðventu!

Nú er orðið kalt í Montpellier, það hefur reyndar ekki snjóað enn en snjórinn er ekki langt frá okkur. Nú situr maður í lopapeysunni og prjónar eins og vitleysingur, já vetrarverkin komin á fullt.

Nú er maður farin virkilega að spá í jólunum og næstum allar smá-jólagjafirnar sem eiga að fara til Íslands eru keyptar enda verður maður að drífa í því að senda þær sem fyrst þar sem póstþjónustan hér gengur á hraða snigilsins. Ég ætla að bojkotta pósthúsið hér í Grabels í ár. Pakkarnir sem ég póstlagði í fyrra á því pósthúsi komu til viðtakanda í febrúar. Þegar ég fór að spyrjast fyrir um þá á pósthúsinu þá var mér svarað að þetta væri nú ekki góður tími til að senda pakka!
Svo ég ákvað þá að madame Ciciliano gæti farið í rassgat og fór að gruna nágrannakonu mína að hafa stungið pökkunum undan.

Við mæðgur skelltum okkur í bæinn í gær og þar er farið að verða nokkuð jólalegt. Lea í leit að afmælisgjöf fyrir vinkonu sína og ég í jólagjafaleit og prjónagarnsleit. Undan farna daga þá hef ég gengið með þá hugmynd í maganum að prjóna mér púðaver. Ég hef náttúrulega lítið gert síðan ég kom heim í gær annað en að prjóna og held ég bara að þetta berði svaka flott.


Endur... fyrir löngu

Jæja, nú viðurkenni ég opinberlega að ég er lúser í þessum bloggmálum líkt og í öðrum samskiptamálum. Seinast skrifaði ég að enn væri sumar og haustið er liðið. Ég er þó kanski ekki alveg að baki dottin enn en skil þó að lesendur séu hættir að nenna að kíkja á síðuna ef þeir nenntu því þá áður.

Haustið hefur liðið alltof hratt. Krökkunum gengur vel í skólanumm meira að segja Leu líka, og þá sérstaklega í mannkynssögu þar sem hún er gjörsamlega að brillera.

Það er búið að vera mikið að gera í vinnunni og lítil kreppa þar enn sem komið. Það er frekar aukining í margmiðlunargeiranum, leikjatölvurm tölvuleikir seljast eins og heitar lummur, enda vilja allir nýta þessa risaflatskjái sem kosta ekki lítið. Við erum að vinna við Set up boxes (afruglara) og annað sem er tengt netvæðingunni og öll internetfyrirtæki sjá framtíðina þar. Fólk fer bráðum ekki út úr húsi eftir vinnu lengur og verður gjörsamlega húkkt á imbanum yfir tölvuleikjum eða eða videoi.

Kreppan er hinsvegar komin í fasteignabransann og hefur lítið verið að gera hjá Williami þessa vikuna. Þetta er þó óútreiknanlegt því allt í einu getur orðið bara mikið að gera og svo dettur allt í dúnalogn aftur.

William og krakkarnir stunda Taekwondo og hafa rosa gaman af og eru farin að setja á mig pressu að gera þetta að fjölskyldusporti. Ég hef hins vegar setið frekar við bókalestur, sérstaklega á andvökunóttum (æi, ég held bara að þetta sé aldurinn).

Mér til mikillar skemmtunar sendu frænkur mínar mér bókapakka í september og í honum var til dæmis Minnisbók Sigurðar Pálssonar. Það var skemmtileg lesning og minnti mig á margt þegar ég kom fyrst til Frans þó það hafi verið næstum 25 árum seinna. Það var líka gaman að lesa um upplifun hans á árinu 68 í París, þar sem hann kynntis bæði mótmælendum með hugsjónir og svo hinum sem höfðu bara gaman að setja allt á annan endan og notfærðu sér aðstæðurnar. Sigurður sem var á þessum árum forvitinn "sveitastrákur" notaði hvert tækifæri til að svala forvitni sinni og komst stundum í hann krappann.

Við lestur Minnisbókar mundi ég allti einu eftir því að ég ætti Lífsþorsta eftir Irving Stone en bæði bindin hafa verið ólesin upp í bókaskáp bæði á Grettisgötunni og hér í Grabels. Ég held að þau hafi komið út bókaskáp pabba frekar en afa. En alla vega voru þau alltaf ólesin því að ég taldi mig nú allt vita sem máli skipti um líf Van Gogh. Reyndar kom mér lífshlaup hans ekki á óvart heldur samband hans og bróður hans Theo sem hélt honum uppi í mörg ár, elskaði hann og dáði sema hvað gekk á.

Svo komu Kreppufréttir í október og ég var búin að lesa bækurnar sem komu úr bókapakkanum. þá fór ég að kíkja í bækur sem ég hef þegar lesið. Í miðju kreppufárinu þegar ekki var talað um annað í sjónvarpinu hér í Frakklandi eða á mbl.is eða á visir.is (meira að segja var talað um í tví- eða þrígang um ófarir Íslendinga í kvöldfréttum á aðalsjónvarpstöð Frakka!), þá las ég eina nóttina í Höll Minninganna um lausafjárskort fjölmiðlakóngsins William Randoph Hearst á 3ja áratugnum (í kreppunni "miklu"). Ráðgjafar hans kröfðust neyðarfundar í höll milljónamæringins því nú var þörf á aðgerðum til að bjarga því sem hægt væri að bjarga. Milljónamæringurinn hafði fjármagnað endalausar framkvæmdir í höllinni,veisluhöld, listaverka- og fornmunakaup með lánsféi sem hann fleytti áfram með skuldabréfa og hlutabréfa útgáfum í fyrirtækjum. Til að draga athyglina frá óráðsíunnim bölsótaðist milljónamæringurinn út í blaðamann sem leyfði sér að skrifa um spænsku borgarastyrjöldina. En þessi blaðamaður var í raun var ráðinn á eitt blað hans fyrir hans tilstilli til að skrifa um fræga fólkið og sérstaklega um vinkonu hans ungfrú Davis sem var arfaléleg leikona.

Eftir þessa lesningu fann ég hátt upp í bókaskáp Bréf til Láru sem ég hafði reynt að lesa á menntaskólaárum mínum en fannst alveg drepleiðinleg og skildi ekkert í þessu jafnaðarmannatali og úthúðun á kapitalismanum og frjálshyggjunni. En þetta er bara "actuality" í dag. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég held að ég komi ekki til með að geta lokið Bréfi til Láru. Þetta jafnaðarmannatal hans er orðið ansi langdregið og ég er ansi hrædd um að Þóbergur hafi verið ímyndunarveikur þó að hann tali um næmleika eða "sensitiveness" Hann heyrði hann raddir í morðingjum sem sátu fyrir honum undir gluggum hans á nóttinni og héldu fyrir honum vöku og ég veit ekki hvað.
Ég held að svona innst inni hafi hann verið meira en dálítið gaga þó hann hafi verið afspyrnu gáfaður og víðlesinn.

Jæja, nú hef ég eytt laugardagsmorgninum að skrifa eitthvert bull sem enginn nennir að lesa og best að snúa sér að öðru. Ég þarf að finna uppskrift af villiöndum því okkur voru færðar villiendur hér einn daginn með því að skilyrði að viðkomanda yrði boðið að borða þær með okkur. Ég verð að viðurkenna að ég er ekkiert voða spennt hvorki fyrir að elda þær eða borða. En þetta eru svona týpiskar aðstæður sem fólkið hans William setur okkur í. Að koma færandi hendi með tvær endur, hálfdauðar og óreittar (ég get svarið það önnur þeirra barðist enn um þótt hún væri komin inn í ísskáp). Láta okkur sjá um vinnuna og restina en vilja mæta og njóta.

Kanski er ljótt að segja svona, hvað finnst ykkur?


Haust í Montpellier

Það er komið haust í Montpellier. Ekki þó að það er orðið haustlegt, ennþá sumarblíða og stuttbuxnaveður, sængurnar hafa ekki enn verið teknar út úr skápunum hvað þá náttfötin.

En krakkarnir eru byrjaðir í skólunum.

Remí átti sinn fyrsta skóladag í gær og Lea í dag. Þetta er alltaf svoldið stress fyrir okkur foreldrana að vita með hverjum börnin lenda í bekk því að á hverju ári er hrist upp í bekkjunum hérna. Remí lenti með góðum vinum í bekk, rólegum og skynsömum srákum. Og Lea lenti ekki með bestu vinkonu sinni í bekk, en við foreldrarir teljum hana einu af verstu vinkonunum (úff, erfið þessi unglingaveiki). En hún er þó í bekk með góðum vinum sem hún hefur átt góð samskipti við síðustu þrjú ár. 

Nýungin hjá Remí er að að verður skólabíll og hann ætti nú að geta verið sjálfstæðari og svo minni keyrsla hjá okkur William.

Öll fjölskyldan fylgdi Leu í skólann í morgunn. Við spurðum hana þó um leyfi og hún svaraði: "púff, ef þið nennið". Það hefðu ekki allir 14 ára samþykkt að öll strollan mætti á fyrsta skóladag til að fylgjast með sinni eða sínum enda mættu flestir krakkarnir einir og ég held að þeir hafi bara öfundað þá sem fengu fylgd.

Svo nú er rútinan aftur að komast á, og verður í næstu átta vikur en þá skellur á haustfrí.


myndir, myndir

_AA10194 DSC07711

Taekvondo a ströndinni (KLIKKID A MYNDIRNAR TIL AD STAEKKA)

Ekki branda kom upp ur thessu vatni svo thad var farid a resto

DSC07949 DSC07924 DSC07871

DSC07861DSC07918 DSC07960

I göngu

DSC07738 DSC07742 DSC07750

DSC07751

Mamie 74 ara med barnabörnunum:

DSC07980

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband