Hrukkur og heilaleysi

 

 Svona hljóðaði stjörnuspáin mín í morgun:

Hrútur: Ertu með hrukkur á milli augnanna? Getur verið að þú hugsir of mikið? Reyndu í góðra vini hópi að gleyma umhugsunarefnunum, slaka á og hlæja hátt.

 Ég rauk náttúrulega inn á bað til að tékka og komst að því að ég er ekkert hrukkóttari en venjulega. Það hefði reyndar komið mér á óvart því ég er hryllilega utan við mig þessa dagana og mér finnst ég vera hálf heilalaus.

Fyrir utan heilaleysið er allt gott en lítið að frétta af okkur hér. Okkur drulluleiðist því Remí er í skólaferðalagi alla þessa viku og miðað við fréttir sem við höfum þá skemmtir hann sér mjög vel í Pýreneafjöllum. En við hin sem erum heima finnst tíminn langur að líða, enginn Remí sem sí malar, alltaf spyrjandi um hitt og þetta, ráðskast með sjónvarpsprógrammið eða skipuleggja sjóv.

Okkur var farið að hlakka til að fá smá frí frá honum og vorum að spá að senda Leu eitthvert líka,  en í raun er bara tómlegt hérna og sem betur fer höfum við hana Leu okkar hérna  til að hafa ofan af fyrir okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugsaðu þér þegar Remi og Lea verða orðin tvítug, svoleiðis er það orðið hjá okkur ekki mikið um að vera nema þá um helgar, þegar mikið stendur til.

Bestu kvreðjur, Magnús.

Magnús (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 07:48

2 Smámynd: Björg Sigurðardóttir

Já, bróðir sæll, ég get ímyndað mér að það sé talsverð breyting. Maður þarf örugglega gjörsamlega að skipta um gír þegar börnin verða tvítug.

 Bið að heilsa

Björg

Björg Sigurðardóttir, 22.5.2008 kl. 12:16

3 identicon

Blessuð reyndu að njóta kyrrðarinnar. Mér finnst t.d. frábært að geta hlustað á heilt lag, að ég tali nú ekki um heilan disk, án þess að þurfa að svara endalausum spurningum, finna flautuna, hlusta á flautuna, útskýra af hverju maður getur ekki borðað súkkulaði öllum stundum, vera þjónustustúlkan á kaffihúsinu í þykjóleiknum...

Á ekki annars hið fornkveðna við um börnin sem fljúga smátt og smátt úr hreiðrinu: Vont en það venst.

Kalt í dag. En ég ylja mér við Man Utd sigurinn....

bb (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband