Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Sólarkveðjur

Nú eru báðir krakkarnir komnir í frí. Remí lauk sínu skólaári á föstudaginn 4 júlí. Honum gengur vel að læra og fékk enn og aftur fínar einkunnr. Lea kláraði viku fyrr og hefur haldið sig nokkuð við efnið í vetur og færist upp um bekk.

 Annars er það kanski helst að frétta að Björg Björns kom til mín í heimsókn, á milli tveggja fertugsafmæla (já nú fer að koma að því), ég tók mér frí í vinninni og við kjöftuðum mikið og fórum á ströndina. Það var bara mjög gaman og alltaf gaman að fá einhvern í heimsókn. Hún færði mér íslenskar bækur og appóllolakkrísreimar.

Já hér er komin sumarblíða, þrjátíu stiga hiti upp á hvern dag og stundum meira. Mér finnst stundum bara gott að fara í vinnuna því þar er loftkæling (haldið að það sé nú!). Ég ætla svo að taka mér eina viku í frí núna í júlí (21-26) og vera með börnunum, veit ekki hvort við förum eitthvað langt en alla vega pikknikk við á, á ströndina og svo mustið, að sjá sýnungana á verkum Gustav Courbet sem er hér á listasafninu í Montpellier. Svo tek ég mér aðra viku í ágúst 18-23.

En engin Íslandsferð verður það í ár, því ver og miður. það hefði nú verið gaman að hitta ykkur en þetta árið verðið þið bara að koma til mín.

Annars er þetta nú bara lúxus að vera her yfir sumartímann þó að maður eigi ekki einbýslishús með sundlaug.

Sunnudaginn þar síðasta var okkur boðið til vinafólks okkar sem eiga einmitt einbýlishús, sundlaug, nuddpott og hvað eina. Við vorum 14 í lunch, í blaki í sundlauginni eða að kjafta í nuddpottinum.

Um síðustu helgi varð william 38 og ákváðum vi að vera að heiman í tilefni stórafmælisins (ha ha ha) og fórum til Grau de Roi, lítið gamalt þorp við ströndina, náttúrulega til að hafa það gott á ströndinni fara á restó, borða ís .... Ég kom náttúrulega heim bröndótt, sólbrennd hér og þar, reyndar Lea og William líka en þó í veikari mæli. Það var ekki nema Remí síbrúni og sæti sem þolir þetta vel, er eins og gerður fyrir þetta veðurfar.

Svo um næstu helgi þá er okkur boðið til fólks sem býr rétt hja borginni Sete eða í klukkustundar fjarlægð og víst rétt hjá strönd, náttúrulega í lunch og strandaferð líka. Verður örugglega rosa næs og fínt líka.

Svo á milli strandarferðanna les Ég Rokland eftir Hallgrím Helga, þar er stundum súld og rigning og stendur á að norðan. Það kælir líka.


Svona í framjáhlaupi...

þá fékk Rémi gula beltið í Taekvondo í dag. Hann var hálf slæptur eftir að hafa vakað fram eftir í gær en hélt athyglinni fram í það ítrasata. Svo fundum við hann steinsofandi fyrir framan sjónvarpið klukkan sex í kvöld. Þreyttur en stoltur með áfangann.


Er hamingjan í garðinum heima?

í gær var " la fete de la musique" . Tónlistarhátíðin, sem er haldin í hverju krummaskuði í Frakkland á lengsta degi ársins. Ég bauð fjölskyldunni að halda þessa hátið í stærsta krummaskuði nágrennisins, þ.e.a.s. í  Montpellier. Nei; en drengnum finnst Montpellier leiðinleg borg (sennilega af því að í Montpellier fara mamma og systir í búðir) . Stelpunni fannst það ómögulegt enda búin að mæla sér mót við vinina í Grabel city.

Jæja, því var haldið eins og fyrri ár í litla miðbæinn fyrir framan litlu kirkjuna og borðað krækling og franskar eins og venjulega, rætt við  gamla og nýja nágranna í betra tómi en hér fyrir framan húsið, pabba og mömmur kunningja og vini barnanna okkar sem eru reyndar margir hverjir okkar líka. Horft á ungdóminn og hina eldri líka á barnum (NB ungdómurinn í Grabels er er ekki á barnum)

Þetta var bara nokkuð góð skemmtun, alla vega ég kom ánægð heim eftir a hitt margt gott fólk og William líka sem hitti gamla kunningja.

Stundum vill maður leita langt yfir skammt, en eftir á að hyggja, er hamingjan í garðinum heima?

 Ef þið hafið tækifæri til þá ættuð þið að sjá myndina "le bonheur est dans le pres" eða hamingjan er er í sveitinnini" með Eric og Joel Cantona og fleirum. Yndisleg mynd, skemmtileg og líka smá fyndin sem fær mann að spá í hvort hamingja sé bara ekki rétt handan við hornið.

Kanski þarf maður bara að opna aðeins augun og gefa sér tíma til að sjá hana?


Remí í TAEKVONDO

hér er svo mynd af Remí í Taekvondostellingum, en það er nýa áhugamálið hans. Hann ætlar svo að reyna að ná sér í  gula beltið um næstu helgi. Hann tekur þessu mjög alvarlega og er unun að fylgjast með því.

DSC06517[2]

 


Nei heyrðu mig nú!

Það er nú meira hvað þessi tímí æðir áfram, ég bara hafði varla áttað mig á því hvað það er langt síðan að ég hef sett línu hér inn. Systir mín spurði mig að því hvort að ég væri hætt, en ég get nú ekki alveg sagt það. Ég kíki bara svo sjaldan á netið hérna heima, er með hálfgert antipat á tölvunni að vinnudegi loknum, þó oftast sé hann bara hálfur. Ég er held að þetta sé ellismellamerki, ég sé allavega að dóttir mín finnst það lítið mál að hanga í tölvunni þangað til að hún sé bókstaflega rekinn þaðan í burt.

 Annars er náttúrulega ekkert sérstakt að frétta. Okkur langaði á ströndina í dag en það var svona heldur þungbúið fyrir sólbað. En það var fínasta veður í gær, en þá var náttúrulega afmæli, Taekvondo, verslunarferð og þess háttar á dagskránni og náttúrulega vinna hjá William. 

 Síðasta sunnudag rigndi líka og þá var bara farið á Indiana Jones sem var í raun bara ágætis skemmtun fyrir alla fjölskylduna. En í dag þar sem lítið rigndi ákváðum við bara að fara fjögur í göngu hér í sveitinni okkar en svo fórum við reyndar níu nágrannar saman saman í hóp.

 Ég fór til augnlæknis í vikunni. Ég þarf nefnilega að fá mér sólgleraugu því að birtan er farin að há mér þegar ég keyri og til að fá endurgreitt frá sjúkratryggingunum þá þarf maður resept. Sem betur fer, því mér grunaði ekki að sjónin hafi versnað svona svakalega. Reyndar sagði læknirinn að ég þyrfti ekkert endilega að skipta um gleraugu (ég er sem sagt ekki enn hættuleg umhverfi mínu) en hann mælti þó með því þar sjónin á því vinstra hafði bara versnað um einn heilann. 

Ég skellti mér svo í gær, ekki langt yfir skammt, heldur bara í næstu gleraugnabúð sem í nokkur hundruð metra fjarlægð og mátaði allt í búðinni og er að vona að ég fái jákvætt svar frá sjúkratryggingunum og þær splæsi á mig nýjum sól- og venjulegum gleraugum. Því á endanum var bara það fínasta sem hentaði mér, eða það fannst okkur Leu alla vega,

og ekki má gleyma að búðarkonunni fannst það líka.

Á föstudaginn fór ég með Leu í skanner. Ég hafði bara séð svona fyrirbrigði í sjónvarpinu(sem betur fer) en aldrei með berum augum .  Eftir Skanner og röntgen kom sama niðurstaða út og úr ómskoðunni sem hún fór í síðasta mánuði. hægra nýrað er svoldið stærra en það vinstra og er eitthvað vanskapað þó það þurfi ekkert að vera alvarlegt. Svo er það vinstra sem sýktist í mars er enn örótt og ber merki um bakflæði. En þar sem þessi læknir sér bara um að skanna og draga fram hlutlausa mynd af því sem hann sér þá fær maður lítil svör um afleiðingar eða alvarleika og hann bendir bara á læknirinn sem sendi hana til hans og svo að hafa samband við barnaþvagfærasérfræðing. Svo að framhaldssagan heldur áfram. En hún er stálsleginn, alveg jafn löt og öfugsnúin sem fyrr (ekkert alvarlegt, tek bara svona til orða).

Ég sagði við hana Leu mína að hún væri stórgölluð en það þyrfti þó ekkert að örvænta því þegar hún var minni þá kom í ljós að hún væri með hjartablástur og óreglulegan hjartslátt og fór í allskonar rannsóknir í Palavas, útkoman var að þetta væri ekkert alvarlegt en mælt með reglulegu tékki. Svo þegar við fluttum heim fór hún í í samskonar rannsóknir á sérfæðingi í barnahjartasjúkdómum sem sagði að þetti háði henni ekkert en þetta myndi minnka með aldrinum en þó ekki hverfa. Hún þyrfti þó að koma í tékk á ársfresti. Ekki ári síðar var þetta allt saman horfið og hún bara útskrifuð og hefur ekkert borið á þessu síðar. Og vonum við bara að sagna endurtaki sig í þetta skiptið.

Á morgun, aftur í vinnuna mína. Ég er ekkert voða spennt því ég var að vonast til að geta skipt um vinnu. Sótti um fyrir meira en viku síðan og en hef ekkert heyrt svo að það er ekki mikil von, alla vega ekki með það starf.

 


Önnur hlið á málinu ...

er hvort að dómarinn, sem var kona í þessu tilviki, hafi ekki ógilt hjónabandið til að forða konunni frá ofbeldi og kúgun ofstækisfulls eiginmanns. Sjónarmið sem dómsmálaráðherra Frakklands Rachida Dati tók undir og sennilega hafa siðferðileg eða frekar mannleg sjónarmið vegað þyngra á vogarskálunum en prinsipp femínista.
mbl.is Hjónaband ógilt í Frakklandi vegna ósannsögli um meydóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá...æði!

Góðar fréttir á mbl.is í dag, enn og aftur eru Íslendingar búnir að vinna fyrirfram júróvision. Get ekki annað en samglaðst keppendunum...svona fyrirfram til hamingju!

Jibbí, Remí kemur heim í kvöld með vonandi góða og skemmtilega ferðasögu.

Í tilefni júróvisjón fyrirfram og heimkomunnar ætla ég að skella mér í klippingu.

þetta verður góður dagur! 


Hrukkur og heilaleysi

 

 Svona hljóðaði stjörnuspáin mín í morgun:

Hrútur: Ertu með hrukkur á milli augnanna? Getur verið að þú hugsir of mikið? Reyndu í góðra vini hópi að gleyma umhugsunarefnunum, slaka á og hlæja hátt.

 Ég rauk náttúrulega inn á bað til að tékka og komst að því að ég er ekkert hrukkóttari en venjulega. Það hefði reyndar komið mér á óvart því ég er hryllilega utan við mig þessa dagana og mér finnst ég vera hálf heilalaus.

Fyrir utan heilaleysið er allt gott en lítið að frétta af okkur hér. Okkur drulluleiðist því Remí er í skólaferðalagi alla þessa viku og miðað við fréttir sem við höfum þá skemmtir hann sér mjög vel í Pýreneafjöllum. En við hin sem erum heima finnst tíminn langur að líða, enginn Remí sem sí malar, alltaf spyrjandi um hitt og þetta, ráðskast með sjónvarpsprógrammið eða skipuleggja sjóv.

Okkur var farið að hlakka til að fá smá frí frá honum og vorum að spá að senda Leu eitthvert líka,  en í raun er bara tómlegt hérna og sem betur fer höfum við hana Leu okkar hérna  til að hafa ofan af fyrir okkur.


halló halló

úff þvílík leti, það mætti halda að það sé svaka púl að halda þessu bloggi við.

Það er náttúrulega ekkert meiriháttar að gerast í okkar litla lífi. Jú, kanski ég er komin í Facebook! Bjögga B plataði mig til að skrá mig þar í Egilsstaðagrúppuna, svo ég er bara að verða maður með mönnum.

Ég var búin að lofa mynd af heimasætiunni með víravirkið en hún neitar að mynd af því verði sett á netið og ætli ég verði ekki að virða það.

Remi er að fara í 5 daga ferð með skólanum vikuna 19-24 maí, í fyrsta skipti sem hann fer að heiman í svona langan tíma. Hann er náttúrulega svaka spenntur og getur ekki beðið. Ferðinni er heitið í Pýreneafjöllin. 

Annars er Fau fjölskyldan í einhverju endalausu læknastússi. Lea fór í eina ómskoðuna enn, sem átti reyndar bara að vera eitthvað tékk, þar kom í ljós að vinstra nýrað lítur ekki eðlilega út, er bæði minna og holótt og þarf hún líklegast að fara í skanner eða sneiðmyndatöku til að sjá þetta betur.  Mágur minn Eddy er á klíníkunni í rannsóknum, það lítur út fyrir að hjartaæðarnar í honum séu meira og minna stíflaðar. Hinn mágurinn Joe fór líka í rannsókn í gær, hann er búin að vera í veikindaleyfi í mánuð og halda þeir að hann sé ekki bara með eitt brjósklos heldur tvö. Maðurinn er flísalagningarmaður, spurning hvað hann getur gert eftir aðgerð.

En við hin erum við hestaheilsu, það er reyndar ekki hægt að segja að Leu líði illa, þvert á móti er hún svaka hress og tilbúin í allt nema að taka til í herberginu sínu.

Og nú er góða veðrið komið og maður farinn að áætla blómakaup fyrir garðinn og kanski 3-4 tómatplöntur. Annars er ég með eina krlifurplöntu hér út í garði sem æðir um allt og er í fullum blóma og ilmurinn...mmm.

lifið heil

Björg 

 


afmæli og tannréttingar

Jæja, það er helst í fréttum að Remí varð átta ára i vikunni. Orðin svaka stór strákur og fékk nýja skó númer 33 í hálfa afmælisgjöf.

Hann bauð helstu vinum sínum á veitingastaðinn Quick um síðustu helgi og getiði séð myndir úr afmælinu hér að neðan. Það var náttúrulega svakafjör og allir kófsveittir eins og vanalega og þess vegna nenna foreldrarnir ekki að sjá um þessi afmæli lengur því það fer allt gjörsamlega á hvolf og allir verða æstir. Það er kanski ljótt að segja það en á Quick tekur þetta bara einn á hálfan tíma, allir fá það sem þeim þykir best, jummí jummí mat, og svo fara allir mettir og þreyttir heim með glaðning í poka. 

Annars er hann voðalega uppveðraður því hann fékk að prófa að fara í Taekvondo tíma. Þetta er einhver asísk bardagaíþrótt og nú kemst ekkert annað að. Svo í næstu viku er frí í skólanum og hann fer á tennisnámskeið og sv byrjar boltinn aftur eftir viku svo það er nóg að gera hjá honum. Við erum að reyna að fá Leu til að fara í Taekvondo, en hún vill ekkert gera. Bara vera á msn-inu, teikna og með vinkonum og vinum.

Lea breyttist í Ugly Betty á föstudaginn var og fékk spangir. Hana vantaði víst eina fullorðinstönn í neðri góm svo að það varð að rífa eina fína og flotta úr efrigóm líka og setja járnarusl á þetta allt saman og strekkja. Greyjið er með stöðugan verk í gómunum og svo sár þar sem járin særa holdið. En þetta er víst bara svona fyrstu dagana.

Nú er nú komið nokkuð úrval í spangirnar og alls konar litir í boði, meira að segja glært. En hún Lea mín vildi bara blessað stálið sem hylur allar litlu hvítu tennurnar hennar og það verður svo næsta eina og hálfa árið.

En annars er mér sagt að tannleysi sé ættgengt og könnumst við William ekkert við neitt svoleiðis hjá alla vega nánustu ættingjum og lýsi ég því eftir þeim sem veit kanski betur en ég (bara svona upp á gamnið til að sanna eða afsanna kenninguna).

Þó að uppbótarsjúkratryggingin mín sjái til þess að við komum ekki til með að borga evru af þessum tannréttingum, þá er ég farin að sjá að það verður nokkur kostnaður af þessu alla vega tannkremskostnaður og burstakostnaður, því allt festist í járnunum og ekki þolir hún það og því er hún alltaf rokin inn á bað til að bursta.

 Set inn myndir af henni Ugly Betty næst. Hún hefur ekki enn náðst á filmu og svo er hún rokin í eitthvert vinkvennastúss og gisterí.

DSC05918 DSC05920 DSC05924 DSC05928 DSC05931 DSC05935 DSC06140


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband