Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
20.4.2008 | 13:12
Takk takk
8.4.2008 | 18:01
Sólardagur við sjóinn
Við skruppum á ströndina á sunndaginn. Það var æðislega fallegt veður, að vísu dálítill vindur og sandfok eins og sést á myndunum, allir með greppitrýni og pýrð augu á mót sól og sandi.
5.4.2008 | 08:55
Í minningu bræðranna Vilhjálms Rúnars og Birgirs Vilhjálmssona
2.4.2008 | 07:25
Af skólamálum og fleira röfl
Hæ hæ öll sömul.
það er búið að vera alltof mikið að gera undanfarið í vinnunni. Fólkið er alltaf á einhverjum ferðalögum og það með alltof stuttum fyrirvara. Tveir fóru til USA á sunnudaginn, fékk að vita það á fimmtudagsmorguninn að það ætti að fljúga til LA og svo á fjóra aðra staði og þeir væru búnir að undirbúa fundi klukkan þetta og hitt og heim frá Houston á föstudag ekki of snemma og ekki of seint því að þeir þyrftu að vera komnir heim á laugardaginn.... og þeir þyrftu hótel þarna og þarna og góð hótel og bílaleigubíla með GPS og passaðu þig svo á tímamismuninum.... Það er nú nógu erfitt að halda sig við tímaáætlunina en maður þarf líka halda sig við fjárhagsáætlun því annars fer svona ferð í hátt í milljón. Svo verða þeir hálf fúlir að fá ekki beint flug og bla bla. Svo er sá þriðji að fara til Kína og það þarf að fá vegabréfsáritun ....
Jæja, en nú er ég hryllilega leiðinleg
Annars er bara allt sæmó að frétta. Við fórum á foreldrafundi í skólanum hennar Leu í gær. Á þriggja mánaða fresti fá þau einkunnir og þá er forledrum boðið að hitta kennarana. Allt er bara við það sama hjá Leu einkunnirnar hækka ekki en hún heldur sig við efnið og eru þeir bara nokkuð ánægðir með það. Alla vega þetta voru ekki svo slæmar einkunnir. Ég var búin að undirbúa mig fyrir miklu verri einkunnir og var viss um að hún væri fallinn og þyrfti að endurtaka skólaárið, en svo er ekki enn alla vega. Það væri samt gott ef hún næði aðeins betri árangri í júní en maður verður bara að passa sig að setja ekki of mikla pressu.
Annars eru ekki góðar fréttir af skólamálum hér í France. Franska ríkið á barmi gjaldþrots segir forsetisráðherrann og þá er farið í niðurskurð í skólakerfinu. Það eru sexhudruð nemendur í skólanum hennar Leu og 24 bekkir, á næsta ári á að fækka bekkjum í 20 sem þýðir að það eiga vera 30 nemendur í hverjum bekk. Þegar í haust þá var skólaliðum og ræstingafólki fækkað um 10. Gjörsamlega ókiljanlegt.
Jæja, nú ætla ég að hætta að vera leiðinleg og hætta bara alveg í bili. Það er svoldið langt í góða skapið hjá mér þessa dagan enda hafa borist sorglegar fréttir frá Íslandi.
Bestu kveðjur
Björg
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2008 | 16:21
Gleðilegir páskar
Jæja, þá eru allir komnir heim aftur.
Einkadóttirinn réðst náttúrulega á tölvuna um leið og hún kom inn. En það var frekar stutt stopp, fáir á msn-inu enda páskar. Svo hún er bara komin in í herbergi, lokar að sér til að hlusta á músík sem er hennar önnur uppáhalds iðja. Ef hún gæti bara haft stærðfræði og ensku fyrir áhugaefni líka? En það er til of mikils ætlast, eða hvað?
Einkasonurinn kom heim úr heimboði og næturgistingu hjá Ariane vinkonnu sinni. Hóf náttúrulega strax eggjaleitina og hafði slatta upp úr krafsinu. Hann fékk náttúrluega líka egg eða reyndar voru það kanínur hjá Ariane og er alveg viss um að það sé annað eins hjá ömmu og getur varla beðið með að fara til hennar.
Hann er þó búin samþykkja það að fara bara til ömmu á morgun. Hann er farinn að undirbúa sjóvið sem hann ætlar að halda í kvöld kl 20. Búin að hengja auglýsingar út um alla íbúð og byrjaður að setja upp sviðið fram í stofu og taka til leikmunina. Það þarf alltaf að vera eitthvað prógramm hjá honum meðan Lea getur setið tímunum saman og horft út í loftið. Ef það er ekki sjóv þá er það matador eða önnur spil og engin undankoma, allir verða að vera með hvort þeim langi til þess eða ekki. Það versta er bara hvað hann er tapsár. Minnir mig allaf á Sindra bróður sem þoldi ekki að tapa og setti allt á hvolf þegar illa gekk.
William sefur sælum svefni enda hálf slæptur eftir ævintýri síðustu daga. Við skiptumst á að vera hjá Leu á nóttunum, og ég get svo svarið það að ég svaf betur þær nætur sem ég var á hörðum beddanum á spítalanum en þessar sem ég var heima í mínu eigin rúmi.
Ég er hálfnuð við að "köstomísa" gardínurnar sem ég keypti í IKEA um síðustu helgi. Fann náttúrulega ekkert sem mig langaði í sem passaði inn budsjettið eða fyrir gluggann svo að það var farið út í einhverja hönnun og kemur svo sem allti í lagi út. Ég hef alltaf verið í vandræðum með gardínur, mér finnst algjör nauðsyn að vel sjáist út um gluggana hjá mér (þó að ekkert sé að sjá hvorki inn um þá né út um þá) og svo verður birtan alltaf að komast inn til mín. Ég veit eiginleg ekki hvað kom mér til að fara að setja upp gardínur, einhver löngun til að breyta til held ég.
Jæja, ætli ég fari ekki að undirbúa páskalambið í ofnin. Vonandi að einhver vilji borða það. Sumir eru bara hálf lystalausir eftir veikindi, súkkulaðiát eða svenflausar nætur. En það er ekki hægt að halda páska án þess að hafa góða steik !
Gleðilega páska!
22.3.2008 | 16:54
Sjúkrasaga - annar og síðasti kafli vonandi
Lea verður útskrifuð á morgun að öllum líkindum. Þeir fundu sýkinguna í vinstra nýra og teja að þeir séu búnir eitra fyrir öllum hugsanlegum bakteríum sem hafa getað valdið henni. Hún er búin að vera svo til hitlaus frá því í gærmorgun, ekki nema smá hitaskot sem hún fékk í nótt, og er það sennilega vegna þreytu ósýkta nýraðs sem hefur unnið tvöfallt undanfarna daga.
Hún fer þó í síðustu ómskoðun á morgun áður en hún fer heim til að taka allan vafa að af því hvort nokkur annar staður hafi sýkst því enn skilja þeir verk sem hún kvartaði sárast um hægra megin og þá fyrir ofan nýrað og tékka hvort veika nýrað sé ekki farið að vinna aftur.
Annars er hún í fínu formi og er farin að leiðast spítalalífið og finnst maturinn þar verri en í mötuneyrinu í skólanum.
Og er það ekki bara góðs viti?
Lifið heil.
Björg
21.3.2008 | 16:55
Framhalds sjúkrasaga
Jæja, þá verður páskahelginni eytt meira og minna á sjúkrahúsinu Arnaud de Villeneuve eins og stórum hluta vikunnar hefur verið eytt.
Lea greyið fékk einhverja svæsna sýkingu sem byrjaði reyndar með því sem líktist frekar heiftarlegri þvagfærasýkingu og fékk við henni lyf sem átti náttúrlega drepa allar vondu bakteríurnar og hún átti að vera orðin góð eftir daginn eftir. Eftir þrjá daga var Lea mín orðin góð og fór að fara á stjá, hélt náttúrulega áfram að taka sýklalyfin sín.
Á sjötta degi og áður en kúrinn kláraðist var min kominn aftur með 40 stiga hit og verki, rjátlaði hér um eins og zombie, fór á annan enn sterkari fúkkalyf en enn versnaði sóttin og svo var hún farin að æla og kvarta um alstaðar í kviðnum svo hún endaði á spítala. Á tveimur dögum er hún er búin að fara í fimm eða sex ómskoðanir, röngtgen, búið að taka blóðprufur, þvagprufur, hrákuprufur .... ,jú neim it, og svo núna á endanum var gerð scintigraphie (einhverskonar rontgen, sprautað inn í æðarkerfið einhverju geislavirkuefni, er bara ekki nógu kár í þessu læknamáli). Hún greyið lá þarna með fjörutíu stiga hita og keyrð á milli hæða, káfuð, nudduð af alskonar prófessorum þangað til að þeir voru orðnir nokkuð öruggir með að þetta væri bakteríusýking og þá loksins fékk hún risastóran sýklalyfjaskammt í æð og leið fljótt betur.
Við William vorum farin að halda við værum lent í þætti hjá doktor House, reyndar fékk ég það dáldið á tilfinnnguna þegar aðalprófessorinn með alla halarófuna á eftir sér kom í morgunn og hafði það á orði að það væri "intellectuellement tres interessant de trouver la cause..." eða í lauslegri þýðingu að það væri vitsmunalega mjög áhugavert að komast að hver væri orsakavaldurinn eða nákvæmlega hvaða bakteria kom af stað öllum þessu syndromum (lifrarbólga, botnlangabólga., gallsteinar, nýrnasteinar,...)
Ég vona að honum verði að vitsunalegu óskinni sinni því að að niðurstöður úr ræktunum áttu að koma í dag. En það besta er að Lea er hætt að vera með hita og hefur sama sem enga verki lengur verður þó enn á spítalanum því þeir vilja að enn eina ómskoðunina á morgun og svo fær hún áfram sýklalyfin í æð alla vega þangað til að þeir vita um hvaða bakteríu er að ræða svo hægt verði kanski að minnka skammtinn en núna fær hún einhvern rosa kokteil sem ræðst á allt.
Remi greyið finnst hann vera hálf útundan. Lét hringja í pabba sinn í dag til að koma og ná í sig í skólann því honum var svo obboslega illt í maganum. Magaverk sem hann gleymdi náttúrulega strax.
Svo hér er ekki búið að kaupa hvorki páskaegg né páskalamb en vonandi verður nú bætt úr því á morgun.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2008 | 11:58
vaaoooúúú
mikið djö... hef ég hækkað í launum ... í krónum
Krónan lækkar um nærri 4% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2008 | 09:54
Kúskús
Vá, þá er komin 11 mars og mé finnst eins og jólin séu nýbúin, tíminn líður alltof hratt og enn ein helgin liðin.
Í síðustu viku bloggaði ég ekkert, það var tölvufrí á heimilinu. Lea var í tölvubanni í meira en þrjá daga og þið getið ímyndað ykkur hvað fjöldkyldan hafði gott af því. Ekkert "má ég fara á msn-ið" ekkert "fljót fljót að læra svo ég geti farið í tölvuna" ekkert "Já, ég er að koma, ég má í það minnsta segja bless" sem tekur korter. Ég get svo svarið það, ró og friður streytulaus samskipti og samræður, uppbúið rúm og ég veit ekki hvað. Svo ég hef ákveðið að vera strangari á þetta helv... msn og nota hvert tækifæri til að hvíla það.
Á laugardaginn fór ég með Remí á enn eitt fótboltamótið og gekk þeim ekkert voða vel. Ég ásamt nokkrum mömmum og pöbbum stóðum á hliðarlínunni og ekkert af okkur gargaði neitt rosalega, það var kanski þess vegna sem ekki gekk nógu vel. Það var líka fjandans rok og vindhviður, dró fljótt fyrir sólu svo að ég var rosa sæl í minni dúnúlpu og horfði á hina foreldrana skjálfa úr kulda. Þegar við mæðginin komum vindbarin heim kom dóttir nágrannans til okkar til að segja að við skyldum ekkert elda i hádeginu á sunnudag því mamma hennar ætlaði að færa okkur marokkóst kúskús. Á slaginu tólf á sunnudeginum komu þær mæðgur askvaðandi með tvær risastórar skálar fullar af kúskús og meðlæti, lögðu þær á borðið og ruku aftur út. Afgangarnir nægðu í kvöldmatinn líka svo það var lítið stússast í eldhúsinu þann daginn. Ég reyndar hafði dug í mér á unnudagsmorgunninn að baka lummur í morgunverð, var búin að lofa henni Leu minni því.
Þið hafið kanski skilið það að nágrannakona mína kemur fra Marokkó, kona sem að lætur fara lítið fyrir sér en er mjög gestrisin og örlát. Og mjög nægjusöm. Þið ættuð að vita hvað ég rakst á hjá henni. Gamla fótstigna Singer saumavél sem hún notar enn til að sauma gardínur og marokkóskar mussur. Hún sagðist reyndar vera orðin soldið þreytt á fótstiginu og myndi gjarnan vilja eignast rafmagnssaumavél annars saumaði sú gamla rosalega vel. Ég man eftir ömmu Björgu nota nákvæmlega eins vél fyrir meira en þrjátíu árum síðan. Nesha er ekkja og elur ein upp tvö fósturbörn sín. Kamal sem er 16 og Maryem 14 og held ég að hún sé jafn gömul henni Leu minni en það er haf og himinn á milli þeirra og eiga þær gjörsamlega ekki neitt sameiginlegt. Maryem er mjög fullorðinsleg þarf náttúrulega að elda og hjálpa mömmu heima við (og þjónusta Kamal líka) og fær að fara í bæinn á laugardagseftirmiðdögum í mínipilsi og háhæluðum skóm. Leu minni þykir hún óendalega kellingarleg, enda fer ekki úr Converse skónum sínum ekki nema til að fara í Puma skóna og er alltaf í sömu hettupeysunum og gallabuxunum.
Svona er nú lífið í Residence Espandidous.
kveðja
Björg
2.3.2008 | 18:06
Í sól og sumaryl ...
Þæfingsfærð, hvað er nú það?
Hér var grillað úti í hádeginu í 24 stiga hita og svo fórum við Remí í langa göngu út í náttúrinni á stuttermabol, mættum fullt af fólki í fjallahjólum eða bara fólki að spóka sig eins og við í blíðunni.
Þæfingsfærð í höfuðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)