Myndband af sýningunni í Sete

Hér er vídeóið af sýningunni í Sete. 

Remí er sá minnst af þeim hvítklæddu og frændi hans, Gael, er tólf ára og er svartklæddur og koma þeir fram saman einu sinni. Mamma hans Gaels gerði klippuna. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæl systir,  þetta er flott video af bardagakappanum, hann væri góður í að berjast fyrir réttlæti á Íslandi viðað koma nátttröllum úr Seðlabankanum.  Remi hefur alltaf mynnt mig á Prinsinn, boxarann fræga, hann hefur ótrúlega flotta jafnvægishæfni.

Hér er allt í rólegheitunum, ég var á sjúkrahúsinu í Neskaupstað í nokkra daga, það var verið að sauma saman á mér nárann þannig að ég verð rólegur í 3-4 vikur í viðbót.

Bestu kveðjur til Frans, þinn bróðir Magnús.

Magnús Sigurðsson, 9.2.2009 kl. 16:54

2 Smámynd: Björg Sigurðardóttir

sæll bróðir,

já Remí er flottur í bardagalistinni, og er enn flottari núna því hann á orðið svona svartan búning líka sérpantaðan frá Kóreu en það er víst úníformið fyrir Haidong Gumdó.

Já, þetta er nú orðið ansi grát-brosleg kómedía þarna í Seðlabankanum, maður á orðið ekki til orð yfir þessari vitleysu. Svo sá ég eitthvað blogg frá Hannesi Hólmsteini besta vini sem ver vin af öllum mætti: hann varaði víst yfirvöld með einkasímtölum!

Ég vona að þú náir þér í náranum, hvað gerðist, slitnaði eitthvað þar?

Bestu kveðjur frá Frans þar sem lægðirnar æða yfir hver á eftir annari. Maður náði þó í nokkra sólargeisla um helgina í norðan garra.

Björg Sigurðardóttir, 9.2.2009 kl. 18:29

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kviðslit.

Magnús Sigurðsson, 9.2.2009 kl. 21:49

4 identicon

Sælar frú mín góð,

Hvenær sér maður svo vídeó af allri familí Fau í Gumdó? eða var það ekki rétt munað hjá mér að þið séuð öll farin að æfa? Remí er flottur!

Fékkstu e-mail frá mér um daginn? svona rúm vika síðan - ég er aldrei viss um að þú fáir e-mailin ef ég fæ ekki svar tilbaka, en ég sendi á vinnupóstinn.

Allt í besta hér, 2ja ára strákurinn syngur nú allir krakkar og afi og amma útá Bakka búa af mikilli innlifun. Og hvenær á ég svo að láta hann byrja í svona bardagalistar sporti?

Bestu kveðjur, Kristín

Kristín B. (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 11:47

5 Smámynd: Björg Sigurðardóttir

jú Kristín mín, víst fékk ég póstinn og myndirnar, ætlaði líka alltaf að svara en bara alltaf nóg að gera í vinnunni svo það datt upp fyrir og gleymdist.

Remí er sá eini í haidong Gumdo og hann er líka í Taekvondo með pabba sínum og systur. Ég fór einu sinni að prufa með þeim og fékk svo hryllilegar harðsperrur framan á lærin að ég átti erfitt með gang nokkra daga eftir og síðan ekki söguna meir.

bið að heilsa í Safamýrina

Björg Sigurðardóttir, 12.2.2009 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband