25.1.2009 | 09:51
Haidong Gumdo og fleira
Ég set hérna inn nokkrar myndir ef einhver vill kíkja á.
Annars er hér allt í rólegheitunum miðað við lætin á Íslandi.Nóg að gera í vinnunni og er ég bara orðin hundleið á því og þessum bossum mínum alla vega í bili. Þau fara brðum í frí og veraða í burtu í tvær vikur. Manni er farið að hlakka til.
Remí tók þátt í smá demó með Haidong Gumdo félögum sínumm og var brunað í gærkvöldi til borgarinnar Sete sem er hér í 100 km fjarlægð til að vera viðstaddur. Það gekk bara vel hjá hjá honum þrátt fyrir stressið.Hér er líka nokkrar myndir af Remí í Haidong Gumdo sem er koresk bardaga íþrótt þar sem notast er við sverð. Þetta eru myndir af æfingu en kanski fáum við síðar Video af sýningunni sem ég get sett inn.
Annars eru allir við hestaheilsu og allir sýsla við sitt.Bið að heilsa
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sæl systir, þetta er aldeilis flottar myndir. Bardagamaðurinn er bara vígalegur. Kekk ekki mikið á í veðrinu hjá ykkur um helgina?
Ég er í stansausum rólegheitum. Annars er allt gott að frétta. Veðrið hérna í vetur hefur verið milt og gott. Allir við fína heilsu.
Bestu kveðjur frá Egilsstöðum.
Magnús Sigurðsson, 26.1.2009 kl. 00:10
Sæl Björg
Gaman að fá myndir af ykkur. Mér sýnis Remi og Lea hafa stækkað heilmikið en ekki þú en við því var varla hægt að búast.
Héðan er allt gott að frétta nema ég er að vinna svo leiðinlegt verkefni í skólanum núna en ég vona bara að ég lifi það af. Það biðja allir að heilsa.
kveðja Dagbjört
Dagbjört (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 13:04
jú brjálað veður í Suðvestur Frakklandi, fullt af heimilum rafmagnlaus og þaklaus líka. Hér gekk nú ekki mikið á, eitt tré í Grabels fauk um koll. Mér skilst að á Íslandi sé það nú ekki veðurofsinn að gera mikla skráveifu, frekar að fólk sé loksins farið að taka sig saman í andlitinu og farið að reyna að gera eitthvað af viti, reyna að breyta og vonandi betrumbæta.
Remi stækkar og stækkar og veit ég ekki hvar hann mun enda, einhverstaðar upp í skýjum held ég. Maður kaupir á hann stærð fyrir 10 ára og stundum er það snollað sérstaklega ermalengdin. Það er eitthvað annað en Lea sem maður þurfti að kaupa föt sem áttu alls ekki að passa á hennar aldur, alltaf tvö ár undir. Og ég stækka nú víst lítið héðan af nema á þvervegin ef eitthvað er.
Annars fór í til heimilislæknisns til að tékka á þessum blóðþrýstingi sem ég talaði um við þig um daginn og á þessum blástri. Læknirinn fann ekkert að mér, en víst að læknirinn hjá vinnueftirlitinu var búin að setja þetta niður á blað þá sendi hún mig áfram til hjartasérfræðings. Er ekki enn búin að fá mér tíma.
Björg Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.