22.12.2008 | 09:58
Jólin jólin jólin koma brátt
Nú er þetta allt að koma. í gær var þrifið og þrifið og tekið til fyrir jólin en það var skilyrðið fyrir því að jólaskrautið yrði tekið fram. Svo trimmuðu krakkarnir jólatréið og julefrokosturinn var innbakaður lax með spínatrísótto.
Svo er bara eftir að fínisera jólamatseðilinn, en krakkarnir vilja andarbringu eins og í fyrra, já ætli það verði ekki eitthvað frekar einfallt svo allir geti borðað.Það hefur lítið farið fyrir jólaundirbúningi hjá mér því að ég ákvað að taka mér frí frá 19 - 29 des (ég hafði nú ekki hugsað um þessar dagsetningar fyrr en ég sé þær á prenti: fæðingar- og dánardagur pabba)og gerði bara eins og í gamladaga þegar maður var í prófum og geymdi allt þangað til að ég var komin í frí. Svo maður verður bara að taka á honum stóra sínum og æða í mannþrönginni í búðir í dag, klára jólagjafakaupin og kaupa sér alla vega eitt stykki sokkabuxur svo maður fari nú ekki í jólaköttinn.
Í kvöld verð ég svo að standa við loforð minn og fara í Taekwondo með meisturunum mínum þremur, og verð að láta mig hafa það að gera mig að fífli. En Remí minn er svo yrir sig ánægður að fá mömmu sína með í Tae að ég bara
get ekki annað en farið. Snillarnir mínir eru svo langt komnir í þessu sporti en á laugardaginn fékk Remí appelsínugula beltið og Lea og Wiliam það gula.
Læt fylgja nokkrar myndir
Sendi öllum jóla- jóla kveðjur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:09 | Facebook
Athugasemdir
sæl systir góð.
Ég er vona að þú hafið ekki gert þig að fífli svo að Remi hafi ekki þurft að skammast sín mikið. Af okkur er allt gott að frétta, ekkert jólastress. Sindri kom aðfaranótt 19 des. og Áskell kom í heimsókn þennan sama dag og uppfræddi mig á því að pabbi hefði orðið 70 ára þennan dag, ég var ekki búin að átta mig á því enda ekki mjög minnug á afmælisdaga.
okkar bestu jólakveðu Dagbjört og co.
Dagbjört (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 13:17
Sæl systir í Frans,
Vonandi gekk allt vel í Taekwondo, verða jólaföt fjölskyldunnar þetta árið ekki Taekwondo gallar.
Héðan er allt gott að frétta Systa komin heim úr Reykjavík og er að jafna sig eftir háls og nefkirtla aðgerð. Siggi kemur ofan úr skógi á morgnanna og heldur til hérna yfir daginn eftir að Systa kom heim. Allir í rólegheitum nema Matthildur á eftir eina ferð með jólapóstinn í Fellabæ á morgunn og þá verða allir komnir í jólaskapið.
Bestu jólakveðjur frá Egilsstöðum.
Magnús Sigurðsson, 23.12.2008 kl. 15:08
Kæru systkyni mín,
það vantar bara taekwondo gallann á mig. Reyndar þurfti engin að skammast sín fyrir mig í gær því að engin af okkur fór svo á æfingu. Við Lea vorum að lufsast í bænum í troðfullum búðum. William var var illt í lærinu því hann tognaði smá um daginn í Taeinu. Sko sport er sko stórhættuleg! En að öllu gríni sleppt vonandi verður skellt sér á föstudaginn, William betri í lærinu og Remi búin að ná sér af ælupestinni.
Vonandi njótiði jálahátiðarinnar í faðmi ykkar nánunstu, ég ætla að reyna að gera mitt besta hérna þótt mér finnist jólin hvergi eins hátíðleg og á Íslandi
Jólakveðjur frá Grabels
Björg Sigurðardóttir, 23.12.2008 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.