30.11.2008 | 17:37
Gleðilega aðventu!
Nú er orðið kalt í Montpellier, það hefur reyndar ekki snjóað enn en snjórinn er ekki langt frá okkur. Nú situr maður í lopapeysunni og prjónar eins og vitleysingur, já vetrarverkin komin á fullt.
Nú er maður farin virkilega að spá í jólunum og næstum allar smá-jólagjafirnar sem eiga að fara til Íslands eru keyptar enda verður maður að drífa í því að senda þær sem fyrst þar sem póstþjónustan hér gengur á hraða snigilsins. Ég ætla að bojkotta pósthúsið hér í Grabels í ár. Pakkarnir sem ég póstlagði í fyrra á því pósthúsi komu til viðtakanda í febrúar. Þegar ég fór að spyrjast fyrir um þá á pósthúsinu þá var mér svarað að þetta væri nú ekki góður tími til að senda pakka!
Svo ég ákvað þá að madame Ciciliano gæti farið í rassgat og fór að gruna nágrannakonu mína að hafa stungið pökkunum undan.
Við mæðgur skelltum okkur í bæinn í gær og þar er farið að verða nokkuð jólalegt. Lea í leit að afmælisgjöf fyrir vinkonu sína og ég í jólagjafaleit og prjónagarnsleit. Undan farna daga þá hef ég gengið með þá hugmynd í maganum að prjóna mér púðaver. Ég hef náttúrulega lítið gert síðan ég kom heim í gær annað en að prjóna og held ég bara að þetta berði svaka flott.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:56 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Björg,
hafið það sem best á aðventunni, það verður ábyggilega flott púðaverið.
Áskell er hérna á Egilsstöðum í gær og verður allavega í dag að vinna við flugvöllinn. Helgi Ármanns er hérna líka, kom til að líta á barnabarnið sitt. Þetta er eins og í þá gömlu góðu daga. Meira að segja snjór, frost, móða á framrúðunni og alles.
Bið að heilsa Frökkunum.
Magnús Sigurðsson, 2.12.2008 kl. 06:59
Alltaf sami myndarskapurinn!
Lumar þú á góðri sokkaupskrift? Sendi þér línu bráðum - er að klára próf núna 5.des.
Bestu kveðjur, Kristín
Kristín B. (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 11:51
Já kæri bróðir, ég man nú eftir móðunni á framrúðunni og skömmunum yfir því að maður andaði með munninum þó að maður þyrði ekki fyrir nokkurn mun að opna hann. Og einhvern tímann minnir mig að Áskell hafi keyrt aftan á einhvern á Saabnum því hann hafði ekki undan að skafa. Hér skafa ég ekki neitt, og finnst það vera svaka lúksus og flottheit að hafa bílskúr of er svaka stolt þegar ég bruna af stað á morgnanna þegar þeir sem tíma ekki að leigja sér skúr standa krókloppnir og skafa 5sem er reyndar ekki svo rosalega algeng)
Kistín mín, vonandi gekk þér vel í prófinu. ég skal athuga hvort ég eigi einhverja sokkauppskrift en ég er þó alls ekki viss. Núna nenni ég ekki lengur að prjóna eftir uppskriftum og prjóna hels bara upp úr sjálfri mér þetta litla sem ég prjóna nú orðið. Garnið er svo skratti dýrt og búðirnar fáar hérna sem selja eitthvað garna að ráði, ég held að ég hafi fundið þrjár í gulu síðunum þegar ég fór á stúfana um daginn. Þær búðir sem ég þekkti í denn eru ekki til lengur.
Bið að heilsa öllum
Björg
Björg Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.