15.11.2008 | 09:55
Endur... fyrir löngu
Jæja, nú viðurkenni ég opinberlega að ég er lúser í þessum bloggmálum líkt og í öðrum samskiptamálum. Seinast skrifaði ég að enn væri sumar og haustið er liðið. Ég er þó kanski ekki alveg að baki dottin enn en skil þó að lesendur séu hættir að nenna að kíkja á síðuna ef þeir nenntu því þá áður.
Haustið hefur liðið alltof hratt. Krökkunum gengur vel í skólanumm meira að segja Leu líka, og þá sérstaklega í mannkynssögu þar sem hún er gjörsamlega að brillera.
Það er búið að vera mikið að gera í vinnunni og lítil kreppa þar enn sem komið. Það er frekar aukining í margmiðlunargeiranum, leikjatölvurm tölvuleikir seljast eins og heitar lummur, enda vilja allir nýta þessa risaflatskjái sem kosta ekki lítið. Við erum að vinna við Set up boxes (afruglara) og annað sem er tengt netvæðingunni og öll internetfyrirtæki sjá framtíðina þar. Fólk fer bráðum ekki út úr húsi eftir vinnu lengur og verður gjörsamlega húkkt á imbanum yfir tölvuleikjum eða eða videoi.
Kreppan er hinsvegar komin í fasteignabransann og hefur lítið verið að gera hjá Williami þessa vikuna. Þetta er þó óútreiknanlegt því allt í einu getur orðið bara mikið að gera og svo dettur allt í dúnalogn aftur.
William og krakkarnir stunda Taekwondo og hafa rosa gaman af og eru farin að setja á mig pressu að gera þetta að fjölskyldusporti. Ég hef hins vegar setið frekar við bókalestur, sérstaklega á andvökunóttum (æi, ég held bara að þetta sé aldurinn).
Mér til mikillar skemmtunar sendu frænkur mínar mér bókapakka í september og í honum var til dæmis Minnisbók Sigurðar Pálssonar. Það var skemmtileg lesning og minnti mig á margt þegar ég kom fyrst til Frans þó það hafi verið næstum 25 árum seinna. Það var líka gaman að lesa um upplifun hans á árinu 68 í París, þar sem hann kynntis bæði mótmælendum með hugsjónir og svo hinum sem höfðu bara gaman að setja allt á annan endan og notfærðu sér aðstæðurnar. Sigurður sem var á þessum árum forvitinn "sveitastrákur" notaði hvert tækifæri til að svala forvitni sinni og komst stundum í hann krappann.
Við lestur Minnisbókar mundi ég allti einu eftir því að ég ætti Lífsþorsta eftir Irving Stone en bæði bindin hafa verið ólesin upp í bókaskáp bæði á Grettisgötunni og hér í Grabels. Ég held að þau hafi komið út bókaskáp pabba frekar en afa. En alla vega voru þau alltaf ólesin því að ég taldi mig nú allt vita sem máli skipti um líf Van Gogh. Reyndar kom mér lífshlaup hans ekki á óvart heldur samband hans og bróður hans Theo sem hélt honum uppi í mörg ár, elskaði hann og dáði sema hvað gekk á.
Svo komu Kreppufréttir í október og ég var búin að lesa bækurnar sem komu úr bókapakkanum. þá fór ég að kíkja í bækur sem ég hef þegar lesið. Í miðju kreppufárinu þegar ekki var talað um annað í sjónvarpinu hér í Frakklandi eða á mbl.is eða á visir.is (meira að segja var talað um í tví- eða þrígang um ófarir Íslendinga í kvöldfréttum á aðalsjónvarpstöð Frakka!), þá las ég eina nóttina í Höll Minninganna um lausafjárskort fjölmiðlakóngsins William Randoph Hearst á 3ja áratugnum (í kreppunni "miklu"). Ráðgjafar hans kröfðust neyðarfundar í höll milljónamæringins því nú var þörf á aðgerðum til að bjarga því sem hægt væri að bjarga. Milljónamæringurinn hafði fjármagnað endalausar framkvæmdir í höllinni,veisluhöld, listaverka- og fornmunakaup með lánsféi sem hann fleytti áfram með skuldabréfa og hlutabréfa útgáfum í fyrirtækjum. Til að draga athyglina frá óráðsíunnim bölsótaðist milljónamæringurinn út í blaðamann sem leyfði sér að skrifa um spænsku borgarastyrjöldina. En þessi blaðamaður var í raun var ráðinn á eitt blað hans fyrir hans tilstilli til að skrifa um fræga fólkið og sérstaklega um vinkonu hans ungfrú Davis sem var arfaléleg leikona.
Eftir þessa lesningu fann ég hátt upp í bókaskáp Bréf til Láru sem ég hafði reynt að lesa á menntaskólaárum mínum en fannst alveg drepleiðinleg og skildi ekkert í þessu jafnaðarmannatali og úthúðun á kapitalismanum og frjálshyggjunni. En þetta er bara "actuality" í dag. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég held að ég komi ekki til með að geta lokið Bréfi til Láru. Þetta jafnaðarmannatal hans er orðið ansi langdregið og ég er ansi hrædd um að Þóbergur hafi verið ímyndunarveikur þó að hann tali um næmleika eða "sensitiveness" Hann heyrði hann raddir í morðingjum sem sátu fyrir honum undir gluggum hans á nóttinni og héldu fyrir honum vöku og ég veit ekki hvað.
Ég held að svona innst inni hafi hann verið meira en dálítið gaga þó hann hafi verið afspyrnu gáfaður og víðlesinn.
Jæja, nú hef ég eytt laugardagsmorgninum að skrifa eitthvert bull sem enginn nennir að lesa og best að snúa sér að öðru. Ég þarf að finna uppskrift af villiöndum því okkur voru færðar villiendur hér einn daginn með því að skilyrði að viðkomanda yrði boðið að borða þær með okkur. Ég verð að viðurkenna að ég er ekkiert voða spennt hvorki fyrir að elda þær eða borða. En þetta eru svona týpiskar aðstæður sem fólkið hans William setur okkur í. Að koma færandi hendi með tvær endur, hálfdauðar og óreittar (ég get svarið það önnur þeirra barðist enn um þótt hún væri komin inn í ísskáp). Láta okkur sjá um vinnuna og restina en vilja mæta og njóta.
Kanski er ljótt að segja svona, hvað finnst ykkur?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:04 | Facebook
Athugasemdir
Sæl systir,
það munar ekki um það þegar þú sest við skriftir, þar að auki búin að lesa hálfan bókaskápinn til að auðga orðaforðann. Gaman að heyra hvað Leu gengur vel í mankynssögu. Saga var eina fagið sem ég at töfrað fram bóklega hæfileika mína í skóla fékk 10+ hjá Ingu Rósu í gamla daga að vísu á etir 12 mínusum fyrir hegðun.
Væri lífið bara ekki fátæklegra hjá þér ef þú hefðir ekki fengið villiendurnar með þessum skilmálum, hefðu að vísu hugsanlega máttvera dauðar.
Láttu ekki líða svona langt á milli blogga hjá þér ég var næstum hættur að kíkja inn á síðuna hjá þér.
Bið að heila Taekwondo köppunum, þinn bróðir Magnús.
Magnús Sigurðsson, 16.11.2008 kl. 10:52
Sæl systir góð
Gaman að sjá frá þér, greinilega nóg að gera í lestrinum. Gott að þú lest á íslensku þá gleymir þú henni ekki á meðan.
vonandi eru endurnar dauðar núna. Ég sé þetta fyrir mér eins og í bíómynd, ísskápur á fleygiferð og kvak og læti heyrast frá honum á meðan ert þú ert að lesa í matreiðslubók um hvernig þú eigir að matreiða þær. Ef við blöndum svolítilli suður- amerískri dulúð inn í þetta verða allir veikir af því að borða endurnar. Ég skil þig mæta vel.
Bið að heilsa öllum Dagbjört
Dagbjört (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 16:49
Takk fyrir kveðjuna kæri bróðir og bjóða mér að vera bloggvinur.
Já, systir góð, talandi um suður ameríska dúluð, þá varð nú engin veikur að borða endurnar eða það held ég ekki. Þær voru alla vega bragðgóðar og vel eldaðar af kokk hússins. En máltíðin endaði þó með því að allt fór á háaloft, sá sem færði okkur endurnar varð allt í einu fokvondur æddi út úr dyrunum og höfum við ekki heyrt í honum síðan. Ég held þó að endurnar hafi kanski ekki átt hlut í máli frekar eitthvað sem gerðist endur fyrir löngu.
Björg Sigurðardóttir, 23.11.2008 kl. 15:32
Hæ mín kæra,
Þú ert aldeilis dugleg við lesturinn. Ég skammaðist mín svo þegar ég las pistilinn því hér fór fullur poki af kiljubókum á Sorpu í haust. Eitthvað af því hefði betur farið til þín. Hugsa til þín næst, sem verður kannski ekki alveg í bráð því nú tekur maður bækurnar frekar á bókasafni heldur en að kaupa þær.
Það er aldeilis skaphitinn þarna í suðrinu hjá ykkur - ætti ekki svona eðal máltíð frekar að róa niður mannskapinn!
Kveðjur, Kristín og co
Kristín B (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.