8.7.2008 | 08:32
Sólarkveðjur
Nú eru báðir krakkarnir komnir í frí. Remí lauk sínu skólaári á föstudaginn 4 júlí. Honum gengur vel að læra og fékk enn og aftur fínar einkunnr. Lea kláraði viku fyrr og hefur haldið sig nokkuð við efnið í vetur og færist upp um bekk.
Annars er það kanski helst að frétta að Björg Björns kom til mín í heimsókn, á milli tveggja fertugsafmæla (já nú fer að koma að því), ég tók mér frí í vinninni og við kjöftuðum mikið og fórum á ströndina. Það var bara mjög gaman og alltaf gaman að fá einhvern í heimsókn. Hún færði mér íslenskar bækur og appóllolakkrísreimar.
Já hér er komin sumarblíða, þrjátíu stiga hiti upp á hvern dag og stundum meira. Mér finnst stundum bara gott að fara í vinnuna því þar er loftkæling (haldið að það sé nú!). Ég ætla svo að taka mér eina viku í frí núna í júlí (21-26) og vera með börnunum, veit ekki hvort við förum eitthvað langt en alla vega pikknikk við á, á ströndina og svo mustið, að sjá sýnungana á verkum Gustav Courbet sem er hér á listasafninu í Montpellier. Svo tek ég mér aðra viku í ágúst 18-23.
En engin Íslandsferð verður það í ár, því ver og miður. það hefði nú verið gaman að hitta ykkur en þetta árið verðið þið bara að koma til mín.
Annars er þetta nú bara lúxus að vera her yfir sumartímann þó að maður eigi ekki einbýslishús með sundlaug.
Sunnudaginn þar síðasta var okkur boðið til vinafólks okkar sem eiga einmitt einbýlishús, sundlaug, nuddpott og hvað eina. Við vorum 14 í lunch, í blaki í sundlauginni eða að kjafta í nuddpottinum.
Um síðustu helgi varð william 38 og ákváðum vi að vera að heiman í tilefni stórafmælisins (ha ha ha) og fórum til Grau de Roi, lítið gamalt þorp við ströndina, náttúrulega til að hafa það gott á ströndinni fara á restó, borða ís .... Ég kom náttúrulega heim bröndótt, sólbrennd hér og þar, reyndar Lea og William líka en þó í veikari mæli. Það var ekki nema Remí síbrúni og sæti sem þolir þetta vel, er eins og gerður fyrir þetta veðurfar.
Svo um næstu helgi þá er okkur boðið til fólks sem býr rétt hja borginni Sete eða í klukkustundar fjarlægð og víst rétt hjá strönd, náttúrulega í lunch og strandaferð líka. Verður örugglega rosa næs og fínt líka.
Svo á milli strandarferðanna les Ég Rokland eftir Hallgrím Helga, þar er stundum súld og rigning og stendur á að norðan. Það kælir líka.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sæl systir,
gott að heyra að allt er eins og það á að vera hjá þér, sólbruni, freknur og sæla. Það er magnað að þú skuli nenna að halda úti bloggi svona um háskaðræðistímann, varla að nokkur nenni neinu nema að njóta sóarinnar eða að svekkja sig á því þegar hún er ekki. Við gömlu erum búin að vera ein í kotinu með köttinn og hundinn meðan þau ungu hafa haldið sig í danaveldi á Hróarskelduhátíð m.a. síðustu tíu dagana, letilíf hjá okkur.
Bestu kveðjur, bróðir.
Magnús (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 20:59
Takk fyrir kveðjuna bróðir,
Vonandi skemmta krakkarnir sér vel í Danaveldi.
En hvað les ég, eruði komin með hund?
Björg Sigurðardóttir, 13.7.2008 kl. 09:12
Nei við eru ekki komin með hund það er Marianna hans Sigga sem hundurinn tilheyrir en nú eru allir komnir heim frá Danmörk hundurirnn kominn til Mariönnu og Sigga en þau búa uppí Selbrekku í sumar. Kisa gengur um malandi þetta voru hræðilegir dagar fyrir hana sem var búin að vera laus við hundkvikindið frá því í vor. Annars er þetta lítið viðrini Chou woua eða eitthvað svoleiðis, en þó hann sé miklu minni en kötturinn urrar hann eins og stór hundur.
Magnús (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 18:01
Hæ Björg
Mikið vildi ég að ég væri komin í sólina og blíðuna til þín. Ég fór í sumarfrí í 4 daga til tengdó og það var þoka og súld allan tíman en gott veður í borginni, svo byrjaði að rigna um leið og ég kom þangað. Nú er ég búin að setja það efst á frorgangslistann að koma og heimsækja ykkur en veit ekki ekki alveg hvenær að því verðu, nú er það bara skóli og vinna en það tekur bráðum enda. Vonandi kemst ég næsta vor. Bið að heilsa öllum. Saknaðarkveðjur. Dagbjört
Dagbjört (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.