Önnur hlið á málinu ...

er hvort að dómarinn, sem var kona í þessu tilviki, hafi ekki ógilt hjónabandið til að forða konunni frá ofbeldi og kúgun ofstækisfulls eiginmanns. Sjónarmið sem dómsmálaráðherra Frakklands Rachida Dati tók undir og sennilega hafa siðferðileg eða frekar mannleg sjónarmið vegað þyngra á vogarskálunum en prinsipp femínista.
mbl.is Hjónaband ógilt í Frakklandi vegna ósannsögli um meydóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Má dómari taka slíkar ákvarðanir? (hlutlaus spurning)

Marilyn, 1.6.2008 kl. 20:22

2 Smámynd: Björg Sigurðardóttir

Góð athugasemd hjá þér Marilyn. Ég læt stundum tilfinningarnar ráða og aldrei hvorki góður né hlutlaus dómari þegar kemur að málum sem þessum. Dómurinn er jú víst byggður á veikri lagalegri stoð og er kanski hneisa fyrir stöðu kvenna. Kanski hefði dómarinn að senda konuna heim með manninum sem virðist meta órofið meyjarhaft frekar en persónuna?
Það hefði verið gott fordæmi og hlutlaust...

Björg Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband