halló halló

úff þvílík leti, það mætti halda að það sé svaka púl að halda þessu bloggi við.

Það er náttúrulega ekkert meiriháttar að gerast í okkar litla lífi. Jú, kanski ég er komin í Facebook! Bjögga B plataði mig til að skrá mig þar í Egilsstaðagrúppuna, svo ég er bara að verða maður með mönnum.

Ég var búin að lofa mynd af heimasætiunni með víravirkið en hún neitar að mynd af því verði sett á netið og ætli ég verði ekki að virða það.

Remi er að fara í 5 daga ferð með skólanum vikuna 19-24 maí, í fyrsta skipti sem hann fer að heiman í svona langan tíma. Hann er náttúrulega svaka spenntur og getur ekki beðið. Ferðinni er heitið í Pýreneafjöllin. 

Annars er Fau fjölskyldan í einhverju endalausu læknastússi. Lea fór í eina ómskoðuna enn, sem átti reyndar bara að vera eitthvað tékk, þar kom í ljós að vinstra nýrað lítur ekki eðlilega út, er bæði minna og holótt og þarf hún líklegast að fara í skanner eða sneiðmyndatöku til að sjá þetta betur.  Mágur minn Eddy er á klíníkunni í rannsóknum, það lítur út fyrir að hjartaæðarnar í honum séu meira og minna stíflaðar. Hinn mágurinn Joe fór líka í rannsókn í gær, hann er búin að vera í veikindaleyfi í mánuð og halda þeir að hann sé ekki bara með eitt brjósklos heldur tvö. Maðurinn er flísalagningarmaður, spurning hvað hann getur gert eftir aðgerð.

En við hin erum við hestaheilsu, það er reyndar ekki hægt að segja að Leu líði illa, þvert á móti er hún svaka hress og tilbúin í allt nema að taka til í herberginu sínu.

Og nú er góða veðrið komið og maður farinn að áætla blómakaup fyrir garðinn og kanski 3-4 tómatplöntur. Annars er ég með eina krlifurplöntu hér út í garði sem æðir um allt og er í fullum blóma og ilmurinn...mmm.

lifið heil

Björg 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Björg

Gott að sjá frá þér, ég er svo þrautseig að ég var ekki alveg búin að gefast upp á því kíkja inn á síðuna hjá þér. Var að hugsa um að fara að hringja í þig til að athuga hvort það væri ekki allt í lag með ykkur en ég er svo leiðinleg þessa daganna að ég hef hlíft þér við því. Ég hef verið lokuð inn á Þjóðarbókhlöðu að lesa undir próf og þar gerist ekkert spennandi. Sem betur fer er síðasta prófið á miðvikud. og þá fer ég kannski að verða viðræðuhæf aftur. Það er leitt að heyra hvað þeir eru heilsulausir þessir mávar þinir en vonandi fá þeir bót meina sinna. Ég bið kærlega að heilsa öllum.  Kær kveðja Dagbjört

Dagbjört (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 21:40

2 identicon

Sæl Björg,

gott að  sjá blog fréttir frá þér þetta hlýtur að vera miklil kvöð að halada út bloggi. Leiðinlegra með veikinda fréttirnar í Fau fjölskyldunni.  Rétt hjá Leu að vera ekkert að sína víravirkið.  Hér hefur allt verið í rúst þennan mánuðinn það standa yfir endurbætur á íbúðinni.  Vorið lét sjá sig tvo daga í síðustu viku og nú er verið að spá góðu veðri í þessari viku svo kannski geri ég eins og þú fer að huga að blómum á svalirnar.  Bestu kveðjur frá Egilsstöðum Magnús. 

Magnús (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 09:16

3 identicon

Til lukku með snjáldurskinnunna!!! Nú er bara að skella inn mynd af snjáldrinu ;) Ég er þegar búin að benda nokkrum vel völdum á að þú sért mætt á svæðið. Heldurðu að það sé ekki verið að plotta 25 ára fermingarreunion á Egilsstöðum á Ormsteitinu... Þarftu ekki nauðsynlega að bregða undir þig betri fætinum?

Ég skil vel að Lea vilji ekki sýna víravirkið. Vona að þetta sé ekki alvarlegt með nýrað og að bræður Williams nái sér fljótt og vel.

Bestu,

bb

bb (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband