Kúskús

Vá, þá er komin 11 mars og mé finnst eins og jólin séu nýbúin, tíminn líður alltof hratt og enn ein helgin liðin.

Í síðustu viku bloggaði ég ekkert, það var tölvufrí á heimilinu. Lea var í tölvubanni í meira en þrjá daga og þið getið ímyndað ykkur hvað fjöldkyldan hafði gott af því. Ekkert "má ég fara á msn-ið" ekkert "fljót fljót að læra svo ég geti farið í tölvuna" ekkert "Já, ég er að koma, ég má í það minnsta segja bless" sem tekur korter. Ég get svo svarið það, ró og friður streytulaus samskipti og samræður, uppbúið rúm og ég veit ekki hvað. Svo ég hef ákveðið að vera strangari á þetta helv... msn og nota hvert tækifæri til að hvíla það. 

  Á laugardaginn fór ég með Remí á enn eitt fótboltamótið og gekk þeim ekkert voða vel. Ég ásamt nokkrum mömmum og pöbbum stóðum á hliðarlínunni og ekkert af okkur gargaði neitt rosalega, það var kanski þess vegna sem ekki gekk nógu vel. Það var líka fjandans rok og vindhviður, dró fljótt fyrir sólu svo að ég var rosa sæl í minni dúnúlpu og horfði á hina foreldrana skjálfa úr kulda.  Þegar við mæðginin komum vindbarin heim kom dóttir nágrannans til okkar til að segja að við skyldum ekkert elda i hádeginu á sunnudag því mamma hennar ætlaði að færa okkur marokkóst  kúskús. Á slaginu tólf á sunnudeginum komu þær mæðgur askvaðandi með tvær risastórar skálar fullar af kúskús og meðlæti, lögðu þær á borðið og ruku aftur út. Afgangarnir nægðu í kvöldmatinn líka svo það var lítið stússast í eldhúsinu þann daginn. Ég reyndar hafði dug í mér á unnudagsmorgunninn að baka lummur í morgunverð, var búin að lofa henni Leu minni því.

 Þið hafið kanski skilið það að nágrannakona mína kemur fra Marokkó, kona sem að lætur fara lítið fyrir sér en er mjög gestrisin og örlát. Og mjög nægjusöm. Þið ættuð að vita hvað ég rakst á hjá henni. Gamla fótstigna Singer saumavél sem hún notar enn til að sauma gardínur og marokkóskar mussur. Hún sagðist reyndar vera orðin soldið þreytt á fótstiginu og myndi gjarnan vilja eignast rafmagnssaumavél annars saumaði sú gamla rosalega vel. Ég man eftir ömmu Björgu nota nákvæmlega eins vél fyrir meira en þrjátíu árum síðan. Nesha er ekkja og elur ein upp tvö fósturbörn sín. Kamal sem er 16 og Maryem 14 og held ég að hún sé jafn gömul henni Leu minni en það er haf og himinn á milli þeirra og eiga þær gjörsamlega ekki neitt sameiginlegt. Maryem er mjög fullorðinsleg þarf náttúrulega að elda og hjálpa mömmu heima við (og þjónusta Kamal líka) og fær að fara í bæinn á laugardagseftirmiðdögum í mínipilsi og háhæluðum skóm. Leu minni þykir hún óendalega kellingarleg, enda fer ekki úr Converse skónum sínum ekki nema til að fara í Puma skóna og er alltaf í sömu hettupeysunum og gallabuxunum. 

Svona er nú lífið í Residence Espandidous.

kveðja

Björg

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Björg, bara að kvitta. Allt á fullu hér að klára kennslu fyrir páskafrí og svo tekur við að pakka. Er búin að vera önnum kafin í flísa og baðverslunarbúðum en nú fer baðherbergið að taka á sig mynd. Flytjum 22 mars

Kveðjur, Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 16:18

2 Smámynd: Björg Sigurðardóttir

hæ hæ Kristín,

 Segi bara "bon courage"

Björg Sigurðardóttir, 14.3.2008 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband