19.2.2008 | 18:02
Grámyglulegt veður og lítt fleira
Jæja, nú eru krakkarnir komnir í tveggja vikna vetrarfrí, og vita náttúrulega ekkert hvað þau eiga að gera af sér svo þau slást og rífast. Lea búin að lesa bókina sem hún keypti sér. Hún var reyndar búin að því á fyrsta degi frísins svo ég sagði það væri nú gott þá gæti hún byrjað á bókinni sem hún á að lesa fyrir skólann í fríinu, Morðið í Austurlandahraðlestinni, en hún á erfitt með að koma sér að því. En það er nú ekki sama hvort maður á eða má.
Hér eru frí á sex vikna fresti og þá er eins og allt hálf lamist. Allt í einu kemst maður í vinnuna á tíu mínútum, skrifstofurnar eru hálf tómar, sérstaklega á þeim vinnustöðum þar sem barnafólk vinnur. Erfitt getur verið á ná í ýmsar stofnanir og þar eftir götunum. Maður situr og bíður eftir að fríinu sé lokið svo maður geti haldið áfram að vinna.
Annars er svo sem ekkert sérstakt að frétta. Ó jú, kanski, það er búið að vera sólarlaust í heila þrjá daga, þungskýjað og nokkrir dropar hafa fallið. Ég er orðin svo óvön þessu að það liggur við að ég sé fallin í þunglyndi. Og svo er svo kalt, 14-15 stiga hiti og engin sól til að ylja manni. Þetta hlýtur nú að lagast á morgun.
Remí tók þátt í enn einu fótboltamótinu á laugardaginn var, spilaði fimm leiki með tveimur liðum. Hann hefur nú tekið þó nokkrum framförum í boltanum svo þeir vita ekki hvort hann eigi að vera með þeim bestu eða þeim næst bestu (kanski er ég nú smá að monta mig núna). En annars fer þetta nú mest eftir dagsformi drengsins, hvort hann hafi borðað nóg af kjötbollum en þó ekki of mikið af kjötbollum.
Læt hér fylgja myndir af kappanum á vellinumm hann er númer 9:
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:05 | Facebook
Athugasemdir
Elsku Björg, mikið er gaman að þú skulir vera byrjuð að blogga! núna getur maður fylgst með ykkur fjölskydunni :-)
Annars erum við flutt á Víðimelin og erum að klára að koma okkur fyrir, símvirkinn kom loksins í gær þannig að núna get ég hringt í þig.
Þúsund kossar til ykkar allra.
Arna
arna (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 12:34
Takk fyrir kveðjuna, elsku Arna
Við verðum endilega að símast bráðlega
Björg
Björg Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.