Valentínusardagurinn í gær

Í gær var Valentínusardagur, ekki það þó að við hjónin höldum sérstaklega upp á hann og erum við því kanski eins og einhver viðundur ef dæma má almenningsumræðuna.

Flestir kallarnir í vinnunni eru einhleypir en höfðu þó áhuga á að vita á hvaða veitingastað ætti að fara um kvöldið. Ég sagði þeim að ég ætlaði nú bara að hita upp afganga og steikja smá nautakjöt sem ég hafði keypt í súpermarkaðnum. Þeim fannst það nú ekki mjög rómantískt. Svo snerust hádegisumræðurnar aðallega um hvað Sarko gæfi nú Cörlu í Valentínusargjöf. Eins hálsmen og hann gaf Ceciliu í fyrra?

Þegar ég kom heim var Remí í essinu sínu. Búin að leggja stofuna undir sig með alls konar byggingum svo að kattargreyið vissi ekki hvar það gæti tyllt sér niður. Aumingja kisa. William var líka búin að pipra fyrir henni uppáhalds staðinn, stóru leirskálina upp í borðstofuskáp. Og ekki þorir hún fyrir sitt litla líf inn í herbergin því þá fær hún skammir. Erfitt þetta kattarlíf.

Lea var dottin niður í bókarlestur inn í herbergi. Kom þó fram með 5 mínútna millibili til að spegla sig fram í forstofu. Þegar maður er þrettán ára getur nú margt breyst í útliti manns á fimm mínútum og betra að hafa kontról á því.

Ég fékk þó tvær Valentínusargjafir frá honum syni mínum. Hann kom heim með frábærar misseris einkunnir og mjög góða umsögn frá kennurunum sínum. Hann var náttúrulega afar stoltur og við foreldrarnir líka. Og þó hann hafi nú gleymt að játa vinkonu sinni Lauru ást sína, þá dró hann nú upp eina handa mömmu sinni. Þó svo að hún hafi verið dagsett 27/12 2007 er hún enn í fullu gildi.

Eftir að hafa borðað upphituðu afgangana og nautakjötið, var svo sest fyrir framan imbann og horft á þá yndilegu mynd Chocolat.

Læt fylgja hér með ástarjátninguna á mynd:

DSC05260


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki fékk ég nú heldur neitt í tilefni Valentínusardagsins, trúi þó að ég fái eitthvað sætt í staðinn á mánudag þegar bóndinn kemur heim frá Barcelona þar sem hann er í vinnuferð. Góða helgi frá Kristínu og Bjarti

Kristín Bjartmars (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 15:20

2 identicon

Ekki fékk ég neitt í tilefni þessa svokallaða Valentínusardags, þó svo að ég sé nú frekar amerísk í mér. Horfi nú til hins íslenska konudags og vona að dóttursynirnir færi mér eina rauða rós, því ég verð að treysta á þá þar sem Björn verður farin til Ameríku.... Björg mín þú minnir William á hinn rammíslenska KONUDAG.

kveðja til ykkar allra

Guðný frænka

Guðnný Ara (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 14:21

3 Smámynd: Björg Sigurðardóttir

Kæra Kristín, hvað fékkstu nú sætt frá Barcelona?

Björg Sigurðardóttir, 19.2.2008 kl. 18:07

4 Smámynd: Björg Sigurðardóttir

Elsku Guðný, þú verður nú að hjálpa mér að muna eftir þessum konudegi svo ét geti nú mínnt húsbóndann á hann. Ég er löngu dottin út úr íslenska dagatalinu. Ég gleymdi meira að segja að búa til bollur á bolludaginn.

Björg Sigurðardóttir, 19.2.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband