Halló halló

Þegar ég vaknaði klukkan sex í morgun til að kíkka á snúðinn minn sem hefur verið að berjast við inflúensuna undanfarna daga, fékk ég þessa frábæru hugmynd : AÐ BLOGGA!

Nú segja allir: "nei mikið ertu frumleg, Björg".

En um hvað ég mun svo blogga er ekki alveg komið á hreint, líklegt að það verði bara um lífið og tilveruna.

Reyndar er þessi hugmynd ekki alveg ný af nálinni, eitt af áramótaheitunum var að halda dagbók þar sem mér finnst tíminn æða áfram og maður staldrar ekki við ýmiss smáatriði sem reynast í raun stóratriði, og þau renna bara saman við allt hitt.

Bloggið leyfir líka að deila þessum "smáatriðum" með fjarstöddum vinum og ættingjum sem maður hittir nú alltof sjaldan og er alltof latur að skrifa tölvupósta.

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl systir góð. Þetta er ekki svo galin hugmyndi. Ég bið spennt eftir framhaldinu. Það verður gaman að fá fréttir ykkur á þessu formi því ég er líka ekki nógu dugleg að vera í sambandi. Ég verð bara að fara að viðurkenna það að tilvera okkar er alltaf að færast meira og meira inn í tölvurnar þó ég eigi stundum erfitt með að sæta mig við það (fortíðarþráhyggja). Kannski er þetta bara persónulegasti samskiptamáttin þegar höf og lönd eru á milli fólks.

kveðja Dagbjört

Dagbjört E. Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 14:13

2 Smámynd: Björg Sigurðardóttir

Takk takk kæra systir. Já svona er þetta á tölvuöld. Annars var þetta mikið verra í denn þegar maður gat einungis stuðst við póstþjónustuna og rándýrann símann

Björg Sigurðardóttir, 10.2.2008 kl. 18:14

3 Smámynd: Stefán Ágúst Stefánsson

Hæ, hæ.

Til hamingju með nýja bloggið.

Við sem þekkjum þig vitum að þú átt bestu börn í heimi.

Ég bið kærlega að heilsa ykkur öllum og hafið þið það alltaf sem best.

Kíktu á póstinn þinn.

Bestu kveðjur.

Stefán.

Stefán Ágúst Stefánsson, 20.2.2008 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband