23.12.2008 | 18:09
Gleðileg jól elskurnar mínar!
Það eru 24 klst til jóla og jólastressið farið að naga mig. Þetta stress sem kemur alltaf upp rétt fyrir jólin og í hvert sinn spyr ég mig af hverju og til hvers. Þetta árið veit ég hvers vegna, samviskubitið er nefnilega að naga mig inn að beini, ég sendi nefnilega engin jólakort í ár og tók engar myndir af krökkunum til að senda sérstaklega með þeim. Jæja, en jólin koma nú samt. Svo langar mig líka ansi mikið heim til að hitta ykkur og njóta jólaljósanna með ykkur.
Jæja, en það er búið að kaupa steikina og allt sem þarf fyrir aðfangadagskvöld. Það var gert í morgun í Carrefour og við rétt náðum heim áður en Remí fór að æla og spúa og er enn að. Ég ætla að vona að hann verði búin að ná sér fyrir annað kvöld, litla skinnið.
Lea fór á skauta með vinkonunum og ég að strauja heilan haug af uppsöfnuðum þvotti. Skrapp svo til tengdó sem er hressari en aldrei fyrr en hún fór á heilsuhæli í september og það gerði henni rosalega gott. Nú fer sú gamla út að ganga í á hverjum einasta degi til að halda sér við og svo eyðir hún eftimiðdeginum í bakstur, konfektgerð og annað dund. Síðastliðna vetur hefur hún meira og minna legið í rúminu með bronkítis ofan í bronkítis eða lungnabólgu, gleypandi fúkkalyf og stera og verið fram á sumar að ná sér eftir veturinn.
Við höldum aðfangadagskvöld hérna heima að íslenskum sið og svo förum við til tengdó á jóladag og höldum frönsk jól. Við fáum svo gesti á föstudags- eða laugardagskvöld, það verður líklegast leikjakvöld með smáréttarpásum.
Gleðileg jól
Björg
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gleðilega hátíð,
hér er suðvestan gola 9 stiga hiti heiðskír himinn og hann ljómar í glitskýjum. Svona getur jólaveðrið verið óútreiknanlegt fyrir þremur dögum var stilltog bjart vetrar veður með snjó og 13 stiga frosti.
Bestu kveðjur, Magnús, Matthildur, Siggi og Systa.
Magnús Sigurðsson, 24.12.2008 kl. 10:05
Sæl systir og gleðileg jól.
Allt hafðist þetta fyrir jólin nem ég lenti í vandræðum með jólakorti, ég missti yfirsýnina, var ekki alveg viss hverjum ég var búin að senda og hverjum ekki. Ég verð að viðurkenna að það kom aldrei andinn yfir mig í ár hvað varðar jóakortakveðjur en svona er þetta stundum. Það er allt í lagi með jólakortaleysið frá þér því ég tók kortið frá þér í fyrra og hengdi það upp á töflu hjá mér. Það var ódagsett svo það gat alveg eins átt við í ár nema börnin orðin einu ári eldri en þau breytast ekki svo mikið á þessum árum svo þetta er allt í lagi.
Ég heyri í þér seinna í dag eða á morgun á skæpinu.
Saknaðarkveðjur Dagbjört og co.
Dagbjört (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 09:58
Elsku Björg og fjölskylda.Bestu jólakveðjur sendum við ykkur héðan
að austan.Ákvað að senda þér kveðjur á netinu enn rétt fyrir jól hrundi
talvan hjá okkur og var beðið þar til tengdasonurinn kom heim frá Danm.
til að græja tækið og það tókst í gær.Héðan er allt gott að frétta,Elva og
fjölsk.flutt aftur í Egilsst.og Bjarni er að klára sitt nám úti í Danmörku í
lok mars og er þá komin heim.Halli og Aðalbjörg eru hér líka þannig
að við erum hér öll fyrir utan Sigrúni Hönnu sem býr í Reykjavík,enn
er heima yfir jólin.STÓR fjölsyldan. Vonum að þið hafið það gott og
að komandi ár verði ykkur gjöfullt og fullt af gleðistundum.Með kærri
kveðju og stóru KNÚSI Inga og fjölskylda
Ingibjörg Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 13:55
Takk fyrir okkur, nammikúlurnar eru hættulega góðar.
Magnús Sigurðsson, 25.12.2008 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.