3.9.2008 | 07:31
Haust í Montpellier
Það er komið haust í Montpellier. Ekki þó að það er orðið haustlegt, ennþá sumarblíða og stuttbuxnaveður, sængurnar hafa ekki enn verið teknar út úr skápunum hvað þá náttfötin.
En krakkarnir eru byrjaðir í skólunum.
Remí átti sinn fyrsta skóladag í gær og Lea í dag. Þetta er alltaf svoldið stress fyrir okkur foreldrana að vita með hverjum börnin lenda í bekk því að á hverju ári er hrist upp í bekkjunum hérna. Remí lenti með góðum vinum í bekk, rólegum og skynsömum srákum. Og Lea lenti ekki með bestu vinkonu sinni í bekk, en við foreldrarir teljum hana einu af verstu vinkonunum (úff, erfið þessi unglingaveiki). En hún er þó í bekk með góðum vinum sem hún hefur átt góð samskipti við síðustu þrjú ár.
Nýungin hjá Remí er að að verður skólabíll og hann ætti nú að geta verið sjálfstæðari og svo minni keyrsla hjá okkur William.
Öll fjölskyldan fylgdi Leu í skólann í morgunn. Við spurðum hana þó um leyfi og hún svaraði: "púff, ef þið nennið". Það hefðu ekki allir 14 ára samþykkt að öll strollan mætti á fyrsta skóladag til að fylgjast með sinni eða sínum enda mættu flestir krakkarnir einir og ég held að þeir hafi bara öfundað þá sem fengu fylgd.
Svo nú er rútinan aftur að komast á, og verður í næstu átta vikur en þá skellur á haustfrí.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst alveg frábært að fylgjast með því hvernig þú tæklar unglinginn.
Je prends des notes ;)
Fallegt haustveður í Reykjavík í dag, eins og það gerist best.
bb
bb (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 09:16
Sæl Björg,
nóttu þess sem best að upplifa börnin sama hvort það er með unglingaveiki eða aðrar kúnstir, áður en varir eru þau floginn á braut. Hérna hefur sjaldan verið sumarlegra úti í byrun september en mér finnst haustið sjaldan hafa verið meira yfirþirmandi, ætli það sé ekki vegna þess að núna erum við gömlu og kötturinn ein eftir til að meinast í íbúðinni þar sem yrir stutt voru 5 mannskur og 6-7 um helgar. Þetta er alltof rólegt og það er bara söknuður eftir gömlum tíma. Nú býr Siggi hjá Maríönnu og Systa er flutt til Reykjavíkur.
Bestu, kveðjur frá Egilsstöðum.
Magnús (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 20:50
Sæl systir
Hér af okkur er allt gott að frétta. Guðjón er að hressast hægt og rólega , hann á misjafna daga inn á milli en allt í rétta átt, styrkist með hverjum deginum. Það var frekar haustlegt hér í dag rigning og rok og það eru komnir haustlitir á gróðurinn, ekkert suma hér eins og hjá ykkur. Unglingurinn á heimilinu var í nýnemaferð með MH um helgina og ungi maðurinn er farinn í skólann á Laugavatni svo nú er rútínan að komast aftur á hjá okkur eins og hjá ykkur. En ég get ekki leynt því að er er strax farin að hugsa um sumarfríið næsta sumar því mér finnst eins og þetta sumar hafi farið fram hjá mér.
Bestu kveðjur frá okkur hér í Barmahlíðinni
Dagbjört (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 21:09
Hæ hæ,
Maður á örugglega eftir að sækja í reynslubankann þinn seinna varðandi unglinga en nú væri ég alveg til í að hitta þig yfir kaffibolla og fá ráðleggingar varðandi matvendni... annars er leikskóladrengurinn nú kominn með pest. Það á svo sem ekkert mjög vel við hann þetta leikskólalíf, betra að vera bara heima hjá mömmu.
Kveðjur, Kristín
Kristín (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.