Nei heyrðu mig nú!

Það er nú meira hvað þessi tímí æðir áfram, ég bara hafði varla áttað mig á því hvað það er langt síðan að ég hef sett línu hér inn. Systir mín spurði mig að því hvort að ég væri hætt, en ég get nú ekki alveg sagt það. Ég kíki bara svo sjaldan á netið hérna heima, er með hálfgert antipat á tölvunni að vinnudegi loknum, þó oftast sé hann bara hálfur. Ég er held að þetta sé ellismellamerki, ég sé allavega að dóttir mín finnst það lítið mál að hanga í tölvunni þangað til að hún sé bókstaflega rekinn þaðan í burt.

 Annars er náttúrulega ekkert sérstakt að frétta. Okkur langaði á ströndina í dag en það var svona heldur þungbúið fyrir sólbað. En það var fínasta veður í gær, en þá var náttúrulega afmæli, Taekvondo, verslunarferð og þess háttar á dagskránni og náttúrulega vinna hjá William. 

 Síðasta sunnudag rigndi líka og þá var bara farið á Indiana Jones sem var í raun bara ágætis skemmtun fyrir alla fjölskylduna. En í dag þar sem lítið rigndi ákváðum við bara að fara fjögur í göngu hér í sveitinni okkar en svo fórum við reyndar níu nágrannar saman saman í hóp.

 Ég fór til augnlæknis í vikunni. Ég þarf nefnilega að fá mér sólgleraugu því að birtan er farin að há mér þegar ég keyri og til að fá endurgreitt frá sjúkratryggingunum þá þarf maður resept. Sem betur fer, því mér grunaði ekki að sjónin hafi versnað svona svakalega. Reyndar sagði læknirinn að ég þyrfti ekkert endilega að skipta um gleraugu (ég er sem sagt ekki enn hættuleg umhverfi mínu) en hann mælti þó með því þar sjónin á því vinstra hafði bara versnað um einn heilann. 

Ég skellti mér svo í gær, ekki langt yfir skammt, heldur bara í næstu gleraugnabúð sem í nokkur hundruð metra fjarlægð og mátaði allt í búðinni og er að vona að ég fái jákvætt svar frá sjúkratryggingunum og þær splæsi á mig nýjum sól- og venjulegum gleraugum. Því á endanum var bara það fínasta sem hentaði mér, eða það fannst okkur Leu alla vega,

og ekki má gleyma að búðarkonunni fannst það líka.

Á föstudaginn fór ég með Leu í skanner. Ég hafði bara séð svona fyrirbrigði í sjónvarpinu(sem betur fer) en aldrei með berum augum .  Eftir Skanner og röntgen kom sama niðurstaða út og úr ómskoðunni sem hún fór í síðasta mánuði. hægra nýrað er svoldið stærra en það vinstra og er eitthvað vanskapað þó það þurfi ekkert að vera alvarlegt. Svo er það vinstra sem sýktist í mars er enn örótt og ber merki um bakflæði. En þar sem þessi læknir sér bara um að skanna og draga fram hlutlausa mynd af því sem hann sér þá fær maður lítil svör um afleiðingar eða alvarleika og hann bendir bara á læknirinn sem sendi hana til hans og svo að hafa samband við barnaþvagfærasérfræðing. Svo að framhaldssagan heldur áfram. En hún er stálsleginn, alveg jafn löt og öfugsnúin sem fyrr (ekkert alvarlegt, tek bara svona til orða).

Ég sagði við hana Leu mína að hún væri stórgölluð en það þyrfti þó ekkert að örvænta því þegar hún var minni þá kom í ljós að hún væri með hjartablástur og óreglulegan hjartslátt og fór í allskonar rannsóknir í Palavas, útkoman var að þetta væri ekkert alvarlegt en mælt með reglulegu tékki. Svo þegar við fluttum heim fór hún í í samskonar rannsóknir á sérfæðingi í barnahjartasjúkdómum sem sagði að þetti háði henni ekkert en þetta myndi minnka með aldrinum en þó ekki hverfa. Hún þyrfti þó að koma í tékk á ársfresti. Ekki ári síðar var þetta allt saman horfið og hún bara útskrifuð og hefur ekkert borið á þessu síðar. Og vonum við bara að sagna endurtaki sig í þetta skiptið.

Á morgun, aftur í vinnuna mína. Ég er ekkert voða spennt því ég var að vonast til að geta skipt um vinnu. Sótti um fyrir meira en viku síðan og en hef ekkert heyrt svo að það er ekki mikil von, alla vega ekki með það starf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skal segja ykkur það! Krosslegg fingur og vona að þetta séu bara vaxtaverkir eins og móðir mín sagði jafnan... Hlakka til að sjá nýju gleraugun :)

bb 

bb (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband