2.4.2008 | 07:25
Af skólamálum og fleira röfl
Hæ hæ öll sömul.
það er búið að vera alltof mikið að gera undanfarið í vinnunni. Fólkið er alltaf á einhverjum ferðalögum og það með alltof stuttum fyrirvara. Tveir fóru til USA á sunnudaginn, fékk að vita það á fimmtudagsmorguninn að það ætti að fljúga til LA og svo á fjóra aðra staði og þeir væru búnir að undirbúa fundi klukkan þetta og hitt og heim frá Houston á föstudag ekki of snemma og ekki of seint því að þeir þyrftu að vera komnir heim á laugardaginn.... og þeir þyrftu hótel þarna og þarna og góð hótel og bílaleigubíla með GPS og passaðu þig svo á tímamismuninum.... Það er nú nógu erfitt að halda sig við tímaáætlunina en maður þarf líka halda sig við fjárhagsáætlun því annars fer svona ferð í hátt í milljón. Svo verða þeir hálf fúlir að fá ekki beint flug og bla bla. Svo er sá þriðji að fara til Kína og það þarf að fá vegabréfsáritun ....
Jæja, en nú er ég hryllilega leiðinleg
Annars er bara allt sæmó að frétta. Við fórum á foreldrafundi í skólanum hennar Leu í gær. Á þriggja mánaða fresti fá þau einkunnir og þá er forledrum boðið að hitta kennarana. Allt er bara við það sama hjá Leu einkunnirnar hækka ekki en hún heldur sig við efnið og eru þeir bara nokkuð ánægðir með það. Alla vega þetta voru ekki svo slæmar einkunnir. Ég var búin að undirbúa mig fyrir miklu verri einkunnir og var viss um að hún væri fallinn og þyrfti að endurtaka skólaárið, en svo er ekki enn alla vega. Það væri samt gott ef hún næði aðeins betri árangri í júní en maður verður bara að passa sig að setja ekki of mikla pressu.
Annars eru ekki góðar fréttir af skólamálum hér í France. Franska ríkið á barmi gjaldþrots segir forsetisráðherrann og þá er farið í niðurskurð í skólakerfinu. Það eru sexhudruð nemendur í skólanum hennar Leu og 24 bekkir, á næsta ári á að fækka bekkjum í 20 sem þýðir að það eiga vera 30 nemendur í hverjum bekk. Þegar í haust þá var skólaliðum og ræstingafólki fækkað um 10. Gjörsamlega ókiljanlegt.
Jæja, nú ætla ég að hætta að vera leiðinleg og hætta bara alveg í bili. Það er svoldið langt í góða skapið hjá mér þessa dagan enda hafa borist sorglegar fréttir frá Íslandi.
Bestu kveðjur
Björg
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:27 | Facebook
Athugasemdir
Horfðu á björtu hlíðarnar, heimurinn gæti verið verri, söng einu sinni Sverrir stormsker. Ég veit að það er stundum erfitt en ég raula þennan lagstúf stundum þegar allt sýnist vera svart. Ert þú búin með omega- 3 töflurnar? Ég var að hunsa um að það veitir ekkert af því að taka þær inn í þessu krepputali sem virðist tröllriða öllu núna og á sorgartímum.
Allir biðja að heilsa öllum, Kveðja Dagbjört
Dagbjört (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.