Gleðilegir páskar

Jæja, þá eru allir komnir heim aftur.

Einkadóttirinn réðst náttúrulega á tölvuna um leið og hún kom inn. En það var frekar stutt stopp, fáir á msn-inu enda páskar. Svo hún er bara komin in í herbergi, lokar að sér til að hlusta á músík sem er hennar önnur uppáhalds iðja. Ef hún gæti bara haft stærðfræði og ensku fyrir áhugaefni líka? En það er til of mikils ætlast, eða hvað?

 Einkasonurinn kom heim úr heimboði og næturgistingu hjá Ariane vinkonnu sinni. Hóf náttúrulega strax eggjaleitina og hafði slatta upp úr krafsinu. Hann fékk náttúrluega líka egg eða reyndar voru það kanínur hjá Ariane og er alveg viss um að það sé annað eins hjá ömmu og getur varla beðið með að fara til hennar.

Hann er þó búin samþykkja það að fara bara til ömmu á morgun. Hann er farinn að undirbúa sjóvið sem hann ætlar að halda í kvöld kl 20. Búin að hengja auglýsingar út um alla íbúð og  byrjaður að setja upp sviðið fram í stofu og taka til leikmunina. Það þarf alltaf að vera eitthvað prógramm hjá honum meðan Lea getur setið tímunum saman og horft út í loftið. Ef það er ekki sjóv þá er það matador eða önnur spil og engin undankoma, allir verða að vera með hvort þeim langi til þess eða ekki. Það versta er bara hvað hann er tapsár. Minnir mig allaf á Sindra bróður sem þoldi ekki að tapa og setti allt á hvolf þegar illa gekk.

William sefur sælum svefni enda hálf slæptur eftir ævintýri síðustu daga.  Við skiptumst á að vera hjá Leu á nóttunum, og ég get svo svarið það að ég svaf betur þær nætur sem ég var á hörðum beddanum á spítalanum en þessar sem ég var heima í mínu eigin rúmi.

Ég er hálfnuð við að "köstomísa" gardínurnar sem ég keypti í IKEA um síðustu helgi. Fann náttúrulega ekkert sem mig langaði í sem passaði inn budsjettið eða fyrir gluggann svo að það var farið út í einhverja hönnun og kemur svo sem allti í lagi út. Ég hef alltaf verið í vandræðum með gardínur, mér finnst algjör nauðsyn að vel sjáist út um gluggana hjá mér (þó að ekkert sé að sjá hvorki inn um þá né út um þá) og svo verður birtan alltaf að komast inn til mín.  Ég veit eiginleg ekki hvað kom mér til að fara að setja upp gardínur, einhver löngun til að breyta til held ég.

Jæja, ætli ég fari ekki að undirbúa páskalambið í ofnin. Vonandi að einhver vilji borða það. Sumir eru bara hálf lystalausir eftir veikindi, súkkulaðiát eða svenflausar nætur. En það er ekki hægt að halda páska án þess að hafa góða steik !

Gleðilega páska!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sindri óskar ykkur gleðilegra Páska

Sindri (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 21:16

2 identicon

Sæl Björg

 Vonandi fara nú allir að hressast og lífið að ganga sinn vana gang og ekkert meira spítalalíf.  kveðja Dagbjört

Dagbjört (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband