Sjúkrasaga - annar og síðasti kafli vonandi

Lea verður útskrifuð á morgun að öllum líkindum. Þeir fundu sýkinguna í vinstra nýra og teja að þeir séu búnir eitra fyrir öllum hugsanlegum bakteríum sem hafa getað valdið henni. Hún er búin að vera svo til hitlaus frá því í gærmorgun, ekki nema smá hitaskot sem hún fékk í nótt, og er það sennilega vegna þreytu ósýkta nýraðs sem hefur unnið tvöfallt undanfarna daga.

Hún fer þó í síðustu ómskoðun á morgun áður en hún fer heim til að taka allan vafa að af því hvort nokkur annar staður hafi sýkst því enn skilja þeir verk sem hún kvartaði sárast um hægra megin og þá fyrir ofan nýrað og tékka hvort veika nýrað sé ekki farið að vinna aftur.

Annars er hún í fínu formi og er farin að leiðast spítalalífið og finnst maturinn þar verri en í mötuneyrinu í skólanum.

Og er það ekki bara góðs viti?

 Lifið heil.

Björg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband