Framhalds sjúkrasaga

 

Jæja, þá verður páskahelginni eytt meira og minna á sjúkrahúsinu Arnaud de Villeneuve eins og stórum hluta vikunnar hefur verið eytt.

Lea greyið fékk einhverja svæsna sýkingu sem byrjaði reyndar með því sem líktist frekar heiftarlegri þvagfærasýkingu og fékk við henni lyf sem átti náttúrlega drepa allar vondu bakteríurnar og hún átti að vera orðin góð eftir daginn eftir. Eftir þrjá daga var Lea mín orðin góð og fór að fara á stjá, hélt náttúrulega áfram að taka sýklalyfin sín.

Á sjötta degi  og áður en kúrinn kláraðist var min kominn aftur með 40 stiga hit og verki, rjátlaði hér um eins og zombie, fór á annan enn sterkari fúkkalyf en enn versnaði sóttin og svo var hún farin að æla og kvarta um alstaðar í kviðnum svo hún endaði á spítala. Á tveimur dögum er hún er búin að fara í fimm eða sex ómskoðanir, röngtgen, búið að taka blóðprufur, þvagprufur, hrákuprufur .... ,jú neim it, og svo núna á endanum var gerð scintigraphie (einhverskonar rontgen, sprautað inn í æðarkerfið einhverju geislavirkuefni, er bara ekki nógu kár í þessu læknamáli). Hún greyið lá þarna með fjörutíu stiga hita og keyrð á milli hæða, káfuð, nudduð af alskonar prófessorum þangað til að þeir voru orðnir nokkuð öruggir með að þetta væri bakteríusýking og þá loksins fékk hún risastóran sýklalyfjaskammt í æð og leið fljótt betur.

Við William vorum farin að halda við værum lent í þætti hjá doktor House, reyndar fékk ég það dáldið á tilfinnnguna þegar aðalprófessorinn með alla halarófuna á eftir sér kom í morgunn og hafði það á orði að það væri "intellectuellement  tres interessant de trouver la cause..." eða í lauslegri þýðingu að það væri vitsmunalega mjög áhugavert að komast að hver væri orsakavaldurinn eða nákvæmlega hvaða bakteria kom af stað öllum þessu syndromum (lifrarbólga, botnlangabólga., gallsteinar, nýrnasteinar,...)

Ég vona að honum verði að vitsunalegu óskinni sinni því að að niðurstöður úr ræktunum áttu að koma í dag. En það besta er að Lea er hætt að vera með hita og hefur sama sem enga verki lengur verður þó enn á spítalanum því þeir vilja að enn eina ómskoðunina á morgun og svo fær hún áfram sýklalyfin í æð alla vega þangað til að þeir vita um hvaða bakteríu er að ræða svo hægt verði kanski að minnka skammtinn en núna fær hún einhvern rosa kokteil sem ræðst á allt.

Remi greyið finnst hann vera hálf útundan. Lét hringja í pabba sinn í dag til að koma og ná í sig í skólann því honum var svo obboslega illt í maganum. Magaverk sem hann gleymdi náttúrulega strax.

 Svo hér er ekki búið að kaupa hvorki páskaegg né páskalamb en vonandi verður nú bætt úr því á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband