1.3.2008 | 18:44
Fyrirgefiði andleysið
Jæja, ég far að lesa að sumum finnst ég ekki blogga nógu oft. Það er bara það versta að ég er svo andlaus þessa dagana að það hálfa væri nóg og svo er kanski ekkert svo rosalega mikið að gerast hjá mér þessa dagana, alla vega ekki þess hátta viðburðir að tilefni sé til að blogga um þá.
Ég er búin að vera eins og undin tuska alla vikuna og varla náð að sofa heila nótt fyrr en nóttina sem leið. Ég segi að þetta tilheyri aldrinum og sérstaklega síðan að eiginmaðurinn fór að finna hvít (nei alls ekki grá) hár á höfðinu á mér.
Nú er vetrarfríi barnanna ða ljúka. Við William bölvum þessum tveimur vikum í sand og ösku á hverju ári. Reyndar eru þetta tvær vikur á sex vikna fresti hérna. Þetta er hundleiðinlegt fyrir vinnandi fólk og setur alla rútínu úr skorðum og úr þessu verður bara óþarfa álag og maður verður bara þreyttur og pirraður fyrir vikið. Það er nú ekki hægt að láta þessi grey hanga aðgerðarlaus heima allan daginn svo að það þarf að skipuleggja, bjóða vinum þeirra í heimsókn, keyra með þau til ömmu og út og suður vera svo líka í vinnunni sinni, þar sem maður situr oft með samviskubit yfir að geta ekki boðið börnunum upp á eitthvað betra.
Remí er himinlifandi að fara aftur í skólann, Lea ennþá ánægðari, þótt hún sé engin framúrskarandi námsmey, en henni hefur alltaf fundist þessi frí leiðinleg. Það er nú einu sinni þannig að skólinn er þeirra félagsvettvangur og krakkar fá ekkert að valsa hér um í frjálsræði.
Ég var að hugsa um það um daginn að ef við værum enn heima á Íslandi hefðu við þurft að pæla í því hvort Lea ætti að fermast eða hvort hún vildi fermast. Ekkert er henni eins fjarri og það núna enda er enginn að spá í þessu hér. Svo til engin trúarbragðarfræðsla fer fram í skólunum hér, allt á að vera "laískt". Það er rétt svo að drepið sé niður á trúarbrögð í sögutímum. Reyndar er Lea ekki komin á það stig að hún sé farin að læra heimspeki, en þar held ég a það sé nánar farið út í trúarbrögð.
Mér finnst þetta ágætt fyrrkomulag þó mér finnist að heimspekin mætti koma fyrr inn í námsefnið og ég er ekki sammála Sarko að það eigi að halda minningarathafnir og lesa bréf stríðsbarna eða að tíu ára börn eigi að "taka" að sér sálir þeirra gyðingabarna sem sem létust í fangabúðum. Þetta á að vera sjálfsögð fræðsla innan ákveðinnar námsgreinar sem heitir mannkynssaga.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.